- Mikið af flottum og mikið breyttum jeppum og góð aðsókn
Núna um liðna helgi, 15. til 17. september hélt Ferðaklúbburinn 4×4 upp á 40 ára afmæli með veglegri sýningu í Fífunni í Kópavogi.
Þar mátti sjá mikið úrval jeppa, bæði lítið breytta en meira af mikið breyttum bílum, sem báru þeim handverksmönnum sem komið höfðu að þeim breytingum vitni um frábæra tæknivinnu.
Þarna sýndu einnig fjöldi fyrirtækja það nýjasta í jeppabreytingum og ferðabúnaði, þarna var gerð grein fyrir allri jeppaflórunni og sögu klúbbsins síðust fjóra áratugina og öflugustu jeppar landsins voru mættir á staðinn.
Ath. smellið á myndir til að stækka.
Bæði laugardag og sunnudag voru fyrirlestrar þar sem fjallað var um nýjungar í GPS-tækjum, fjallað um klúbbinn og starf hans, sumarferðir klúbbsins og um breytingar og fjöðrun.
Við hjá Bílabloggi litum þarna við á sunnudeginum og þá var mikill fjöldi gesta á staðnum sem sýnir að jeppar og jeppabreytingar vekja enn áhuga margra.
Við óskum Ferðaklúbbnum 4×4 til hamingju með þessi merku tímamót og látum hér fylgja myndasyrpu þeim til fróðleiks sem ekki náðu að kíkja við á sýningunni. (athugið – með því að smella á myndirnar er hægt að sjá þær í fullri stærð)
Við innganginn í Fífuna stóð þessi stæðilegi 8-hjóla Kodiak – MAN þeirra Guðna Ingimarssonar og Friðriks Halldórssonar á 54 tommu dekkjum.
Toyota LandCruiser 120 2006, eigandi Magnús Sigurðsson.
Jeep Wrangler Unlimited Sport 2012 á 44 tommu dekkjum, eigandi Kristinn Magnússon.
Toyota Land Cruiser 120 2005 á 44 tommu dekkjum, eigendur Gunnar Haraldsson og Karl Artúrsson.
Dodge RAM 2017 á 58 tommu dekkjum, eigandi Ragnar Jónsson.
Jeep Wrangler Rubicon, árgerð 2007 á 44 tommu Nokian dekkjum. Hásingar eru Patrol að framan og aftan. Eigandi Þórður Helgason.
Ford Ranger (Explorer Sport Track) árg 1991 (2004) á 44 tommu dekkjum. Eigandi Kjartan Guðvarðarson.
Toyota Tundra árg. 2007 á 44 tommu dekkjum. Eigendur Rúni og Hulda Tindskarð. Ford 60 að framan og 70 að aftan.
Ford Expedition Limited Max, árg 2022, eigandi Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ. Bíllinn er á 46 tommu Mickey Thompson dekkjum.
Ford Bronco 1966, eigandi Kári Hafsteinsson. Bíllinn er á 35 tommu dekkjum.
Umræður um þessa grein