Undirskriftasöfnun stendur nú yfir í Bandaríkjunum en markmiðið er að afhenda Bandaríkjaforseta 15.000 undirskriftir þar sem hann er beðinn um að viðurkenna að Tesla leiði rafbílaframleiðsluna í Bandaríkjunum.
?
Á meðan ég skrifaði þessi orð hérna náðu þeir sem standa fyrir söfnuninni 15.000 undirskrifta takmarkinu en það stafar sennileg af því að Elon Musk deildi hlekknum á Twitter.
Hann skrifaði: „Af óþekktum ástæðum getur @potus ekki sagt orðið „Tesla“.“
Minnir óneitanlega á undarlega, nei afsakið, stórundarlega ræðu forsetans (@potus á Twitter)í lok síðasta árs þar sem hann hampaði GM sem þeim sem nánast „fann upp“ rafmagnið en minntist ekki orði á Tesla. Fréttir af þeim undarlegheitum má lesa hérna.
Meira af vandræðum forsetans í tengslum við Tesla og rafbíla:
Kolefnistvískinnungur Bandaríkjaforseta og GM?
Bílakarlinn Bandaríkjaforseti
Aðeins meira um bílakarlinn
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein