Fyrir tæpum sextíu árum, um mitt árið 1957 kynnti Ford blæju harðtopp en sá var settur í fjöldaframleiðslu. Bíllinn heitir Ford Fairline Skyliner.
Eðvarð Hreiðarsson flutti þennan svarta Skyliner inn árið 2005 en bíllinn var keyptur frá Florida. Garðar átti annan Ford Fairline fjögurra dyra árgerð 1956, bláan að lit sem hann hafði sjálfur flutt inn í samvinnu við vin sinn.
Það var árið 2007. En þegar Garðar heyrði af áformum um að þáverandi eigandi vildi selja svarta fákinn, beið hann ekki boðanna og keypti bílinn.
Hann átti því tvo Ford Fairlane í nokkurn tíma.
Bíll þessi var hugarfóstur Ford-verkfræðingsins Gil Spears en hugmyndin var upphaflega ætluð fyrir 1956 árgerðinna af Lincoln Continental, en stóraukin sala á Continental kom í veg fyrir þær vangaveltur svo hugmyndin um hreyfanlega harðtoppinn var færð yfir í Ford deildina.
Slógu Chevrolet við
Árið 1957 gekk vel hjá Ford og þeim tókst loksins að slá sölu Chevrolet við í fyrsta skipti í áratugi.
Með verulegri aukningu hagnaði flæddu peningarnir til vöruþróunar hjá Ford.
Skyliner stuðlaði að þessum tímamótaárangri, ekki aðeins með því að selja rétt tæplega um tuttugu og eitt þúsund bíla, heldur einnig með því að draga mikinn mannfjölda inn í sýningarsali Ford til að verða vitni að þessu verkfræðilega undri.
Forsetinn átti Skyliner
Jafnvel þáverandi forseti, Dwight D. Eisenhower, vildi að hafa glæsilegan, nútímalegan Skyliner í bílskúrnum sínum.
Stíllinn var ekki bara spennandi, heldur loforð Ford um nýja „draumabílinn“ og það kom Ford í nýjar hæðir í sölu.
Upphaflega frönsk hugmynd
Þó að hugmyndina um inndraganlegan harðtopp megi rekja alla leið aftur til 1934 árgerðar af Peugeot 601 seríunnar, tókst Gil Spear, yfirmanni Ford Advanced Design Studio, að fullkomna hugmyndina og kynna hana fyrir kaupendum.
Ben Smith, ungur verkfræðingur sem áður starfaði hjá GM, var falið að hanna vélræna hluta harðtoppsins og fékk aðeins 18 mánuði til að fullkomna hann.
Rafmótorar sem knúðu toppinn
Hann hannaði kerfi rafmótora sem heldur betur voru nýstárlegir á þessum tíma. Tæknin gerði ökumanni kleift að opna eða loka toppnum með því að ýta á einn hnapp.
En það sem var kannski ennþá mikilvægara, að bíllinn leit jafnvel út hvort sem hann var með toppinn uppi eða aftur í skotti.
En þeir 284 Fairline Skyliner bílar með þessum fídus sem runnu út úr verksmiðjunni í Kansas City, Missouri voru dýrustu bílar sem Ford hafði boðið til sölu en grunnverðið var tæpir 3.000 dollarar.
Flottur fornbíll
Þessir glæsilegu bílar vekja athygli hvar sem þeir sjást í dag og svarti Skylinerinn hans Garðars Steingrímssonar Krúserfélaga er þar engin undantekning. Gríðarlega fallegur og vel hirtur bíll.
Sama vél og í Thunderbird
Þessi fallegi svarti Skyliner er knúinn af 312 cid V8 T-Bird Special vél sem er pöruð við Ford-O-Matic gírkassa.
Sú vél á að gefa um 300 hestöfl. Skylinerinn er með krómuðum luktum að hluta en að auki er bíllinn með aflstýri og aflbremsur.
Sjötti áratugurinn gekk vel hjá Ford bílaframleiðandanum. Salan fór vaxandi og aðalkeppinauturinn var auðvitað General Motors.
Ford var líka með hinn glæsilega Ford Thunderbird, 2 sæta sportara en árið 1957 var hægt að fá Skylinerinn með sömu vél og Thunderbird.
1957 árgerðin af Ford Fairlane Skyliner þykir einn eftirsóknaverðasti harðtoppurinn frá þessum tíma – sérstaklega vegna þessa rafmagnstopps sem þótti algjört undur á þessum tíma.
Umræður um þessa grein