Flestir sem kannast við Top Gear ættu að kannast við Stig. Dularfulla hvítklædda manninn sem ekur eins og byssubrenndur! Þrír menn munu hafa verið hinn hvítklæddi Stig og hvílir leynd yfir því hver hefur verið í hlutverki hans frá 2010. Hinir tveir eru ekki leyndó lengur.
Ben Collins var þessi dularfulli Stig frá árinu 2003 til 2010. Ökumaðurinn er fæddur 1975 og hefur marga fjöruna sopið og mörgum bílnum ekið, ef svo má komast að orði.
Þess vegna er hreint út sagt gapandi galið að maðurinn hafi ekki ekið Ferrari tvinnbíl! Það er að segja ekki fyrr en nú.
Hann varð því að vonum nokkuð kátur þegar hann fékk lykla að splunkunýjum Ferrari SF90 og Truxton kappakstursbrautina sem hann mátti hafa út af fyrir sig heilan dag. Brautin er 3,792 km löng og oft vísað til hennar sem „the fastest circuit in the UK“ því þar má ná ágætri fart.
Hleypum nú manninum af stað í þessu myndbandi sem er alveg sjóðheitt og hressandi.
Annað tengt „gömlu“ Top Gear körlunum:
Svona var Jeremy Clarkson fyrir 25 árum
Hammond hraunar yfir bíla YouTube-ara
Umferðarsiðir og ósiðir með Clarkson 1992
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein