Gamli góði Land Rover frá Lego
Lego Classic Land Rover Defender 90 settið kostar 239.99 dollara eða sem svarar 33.730 ISK
Þegar Land Rover kom með núverandi Defender á markað var Lego-fyrirtækið fljótt að búa til sett fyrir aðdáendur.
Nú hefur Lego búið til nýtt Defender sett af Defender 90, sem var fáanlegur frá 1980 til ársins 2016.

2.336 hlutir
Klassíska Land Rover Defender 90 settið er gert úr 2.336 hlutum, sem hægt er að smíða í tveimur mismunandi útgáfum: venjulega útgáfu fyrir akstur á vegum eða tilbúinn fyrir ævintýri með verkfærakassa, snorkelinntaki, þakgrind, verkfærakassa og spili.

Hann er einnig með virkt stýrikerfi og virka fjöðrun. Án allra aukabúnaðarins mælist Defender 90 bíllinn 31,75 cm á lengd, 17,8 cm á hæð og 17,8 cm á breidd.


Lego Classic Land Rover Defender 90 fer í sölu 4. apríl, en ef þú ert í forgangshópi geturðu pantað hann 1. apríl.
Hann kostar 239,99 dollara samkvæmt Autoblog-vefnum í Bandaríkjunum, en 209,99 pund á vef Lego á Bretlandi
Umræður um þessa grein