Kynningarherferðin sem hófst með nokkuð svipmiklum skúlptúr í nóvember síðastliðnum nær nú hámarki. Það er Lancia Pu+Ra HPE hugmyndabíllinn sem hér er á ferð.
Þetta hlýtur að tákna nokkuð tímabæra, eða eigum við að segja langþráða endurkomum sögufrægs vörumerkis og sýn þeirra á einsog næstu tíu ár í bransanum.
Hér eru hönnuðir Lancia kannski að nurla saman fortíð og framtíð og setja fram heimspekilegar pælingar í stað þess að negla niður hvernig þessi bíll muni verða endanlega. Markaður Lancia hefur reyndar ekki verið stór og hér er höfðað til heimamarkaðarins.
Þetta er nokkuð öflugur bíll, það verður að segjast. Það er greinilega verið að horfa í baksýnispegilinn við samsetningu hugmynda fyrir þennan bíl og hugmyndir sóttar í Beta HPE shooting break bílinn frá 1970.
HPE stóð fyrir High Performance Estate.
En aftur að Pu+Ra sem þýðir Pure/Radical og það verður að viðurkennast að þeir setja fram nokkuð djörf tæknileg markmið. Lancia segir að drægnin verði meiri en 700 km skv. WLTP staðlinum, hann muni eyða minna en 10 kwst. á 100 km. og hleðslutími verði um 10 mínútur frá 10-80%.
Bíllinn er smart, því er ekki að neita, einföld form, hol kringlótt afturljós og nýtt Lancia merki eru svona nokkurnveginn það sem maður tekur eftir við fyrstu sýn.
Inni í ökutækinu ætlar Lancia að búa til „heima er best“ tilfinningu sem á að vera svona eins og þú sitjir í stofunni heima. Þar leggja þeir áherslu á loft, ljós og hljóð. Sætin eru unnin í samráði við ítalska húsgagna framleiðandann Cassina og eru eins og djúpir hægindastólar klæddir ullaráklæði.
Stólarnir eru svo aðskilidr með armpúða sem endar í borði – kannski stofuborði. Inni í bílnum má finna endurvinnanleg efni, ull, flauel og viðarskreytingar.
Hurðarplötur eru framleiddar úr marmakurli og leðri sem búið er til án sútunar með krómi.
S.A.L.A er sýndarviðmót sem stýrir hljóði, blæstri og lýsingu miðlægt og hægt að virkja með hnappi eða raddstýringu. Tvær framúrstefnulegar tæknibrellur eru „Chamemleon tækni Stellantis“ og TAPE, sem stendur fyrir Tailored Predictvie Experience en þessar viðbætur gera ökumanni og farþegum kleift að breyta stemningunni í bílnum.
Þú getur valið um: Immersive (örgrandi/yfirgnæfandi), Wellbeing (þægilega) og svo Entertainment (skemmtilega). TAPE stillingin birtir hringlaga skjá sem kemur upp úr mælaborðinu og á honum má sýna efni frá skjávarpa í farþegarýminu.
Fyrsti bíllinn sem búinn verður þessari tækni er nýr Ypsilon, sportjepplingur sem kemur á markað á næsta ári. Hann mun bæði hafa S.A.L.A og TAPE búnaðinn uppsettan á einhvern máta.
Hann kemur í tengitvinn og rafmagnsútgáfu og er hugsaður í sölu til ársins 2028 þegar nýr rafmagnaður Delta kemur á markað. Eftir það ætlar Lancia bara að bjóða upp á rafknúin ökutæki. Einhversstaðar á milli þessara tveggja bíla, Ypsilon og Delta mun svo koma á markað Lancia Gamma, lúxusbíll og flaggskip Lancia.
Umræður um þessa grein