Fyrstu hemlarnir
Þessi háalvarlega grein fjallar um elstu hemlakerfin í bílum og fleiri faratækjum og er byggð á mjög áreiðanlegum heimildum.
En fyrstu hemlarnir og bílarnir voru að sjálfsögðu fundnir upp á steinöld eins og sjá má í heimildaþáttaröðinni um Fred Flintstone.

En þróunin í hemlakerfum var hæg og næsta skref var ekki stigið fyrr en mörg þúsund árum seinna.
Þá komu fram einfaldir hemlar sem eru kallaðir á ensku, spoonbrakes eða wooden block brakes. En þeir virkuðu þannig að togað var í stöng sem var tengd við teina sem ýttu viðarklossa að hjóli.
Einfaldasta útgáfan stöðvaði (ef allt fór á besta veg) eitt hjól en sú flóknasta stöðvaði öll hjólin.
En þessi gerð hemla var notuð lengi vel í flestum hestakerrum, hestvögnum, járnbrautalestum og fyrstu bílunum. En hjólin voru yfirleitt svokölluð teina- eða pílárahjól smíðuð úr tré og klædd með járngjörð.
Þessi gerð hemla hvarf af sjónarsviðinu um leið og hjólbarðinn leit dagsins ljós enda slitnaði gúmmíið ævintýralega hratt þegar það var að nuddast við tré.



Umræður um þessa grein