Fyrsti rafmagnsbíllinn frá Lexus frumsýndur
Laugardaginn 23. janúar kl. 12 – 16 verður fyrsti rafmagnsbíllinn frá Lexus, UX 300e frumsýndur hjá Lexus í Kauptúni, Garðabæ.
Lexus UX 300e er með 54 kwh rafhlöðu og dregur rúmlega 300 km á hleðslunni. Rafmótorinn skilar 150kW/204 hestöflum og togið er 300 Nm. Hröðun 0-100 km/klst. er 7,5 sek.
Bíllinn fæst í þremur útfærslum, Comfort, Premium og Luxury og er verðið frá 8.490.000 kr. 7 ára ábyrgð er á öllum nýjum Lexusbílum og þeim fylgir 3 ára þjónusta.
Lexus UX 300e er nýjasta viðbótin við Lexus línuna. Hann er með hið sígilda og afgerandi Lexus-grill og glæsilegt innanrými sem hæfir kröfum þeirra sem vilja aka um á lúxusbíl. Aukið hefur verið við skottpláss í þessari útfærslu á bílum.
UX 300e er útbúinn Lexus Safety System+ sem inniheldur árekstrarviðvörunarkerfi, e-call sem kemur bílnum í beint samband við Neyðarlínu eftir árekstur, akreinarakningu, sjálfvirkt háljósakerfi til að hjálpa ökumönnum að koma betur auga á gangandi vegfarendur og bíla í myrkri, umferðarskiltaaðstoð sem greinir umferðarskilti og ratsjárhraðastilli.
Nánari upplýsingar um Lexus UX 300e er að finna á lexus.is
Umræður um þessa grein