Fyrsti rafbíll Jeep mun koma árið 2023
Stellantis-samsteypan hefur þegar tilkynnt um áætlanir sínar varðandi rafvæðingu fyrir ýmis vörumerki, en á þriðjudaginn gaf fyrirtækið upp nánari tímalínu um hvenær sumir rafbílarnir koma – eða nánar bílar frá þeim sem aðeins nota rafmagn frá rafhlöðum. Með þessari uppfærðu tímalínu vitum við nú að Jeep mun kynna fyrsta rafmagnsbílinn sinn, sem aðeins notar rafhlöður, á fyrri hluta ársins 2023.
Ekki er vitað hvort þessi nýi rafknúni Jeep verður byggður á núverandi gerð eða verður eitthvað alveg nýtt. Vefurinn thetorquereport.com segir orðróm um að rafknúinn Jeep (sem aðeins notar rafmagn frá rafhlöðum) verði crossover sem er minni en Renegade. Alfa Romeo og Fiat munu einnig kynna svipaða crossover rafbíla.
Fyrir nokkrum vikum tilkynnti Stellantis að það mun kynna fjóra rafmagnsgrunna sem verða notaðir af 14 vörumerkjum fyrirtækisins.
Grunnarnir eru kallaðir STLA Small, STLA Medium, STLA Large og STLA Frame. Drægni rafbílanna verður á bilinu 480-800 km.
Jeep ætlar að lokum að bjóða upp á rafmagnsútgáfu í öllum þeim stærðarflokkum sem þeir eru með í dag árið 2025. Þetta þýðir að Wrangler rafbíll er mjög líklegur, sem Wrangler Magneto hugmyndabíllinn er búinn að forsýna nú þegar, en hann er einmitt á myndinni hér að ofan.
(byggt á frétt á thetorquereport.com – mynd Jeep)
Umræður um þessa grein