Það er eitthvað undarlegt við þessa fyrirsögn, er það ekki? Jú, hún í raun þversögn. En samt sönn.
Bílagaurar hafa nú sett V8 vél í Teslu og er það vissulega stórfurðulegt. Karlarnir sem einhverjir kannast kannski við, eru með þættina Rich Rebuilds á YouTube. Hér er samantekt úr verkefni sem fólst í því að kaupa flóðabíl af gerðinni Tesla Model S.
Allt innvolsið var auðvitað ónýtt en þeir strípuðu bílinn og notuðu eitt og annað úr klessukeyrðum bíl af sömu gerð.
Vélin er V8 úr Camaro SS og það er áhugavert að sjá upplitið á fólki í myndbandinu hér fyrir neðan þegar það áttar sig á að þetta er enginn rafbíll! Til dæmis á bensínstöðinni.
Þeir sem vilja sjá frá byrjun geta „spólað“ til baka. Þetta eru reyndar mjög skemmtilegir gaurar og fyndnir þannig að það er alveg gaman að horfa á alla delluna.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein