Hekla kynnir með stolti nýjustu viðbótina frá Škoda – Škoda Elroq. Beðið hefur verið eftir Elroq með mikilli eftirvæntingu en bíllinn hefur farið sigurför um heiminn og hlaut m.a. nýlega fyrstu verðlaun í flokki rafknúinna fjölskyldubíla (What Car? – Car of the Year Awards 2025). Með Elroq kynnir Škoda nýja hönnun sem nefnist “Modern Solid” og er forsmekkurinn af því sem koma skal í nýjum módelum frá Skoda. Elroq er því fyrsti bíllinn sem skartar nýjum framenda.

Elroq er alrafmagnaður og með allt að 580 km drægni (WLTP). Hraðhleðslugeta bílsins er allt að 175 kW sem gerir kleift að hlaða hann frá 10% upp í 80% á 28 mínútum. Farangursrýmið er 470 lítrar en hægt er að stækka það í 1.580 lítra með því að fella niður sæti. Bíllinn er ríkulega búinn staðalbúnaði og kemur meðal annars með bakkmyndavél, fjarhitun í appi, 13” margmiðlunarskjá, 19” felgum, hita í stýri, lyklalausu aðgengi og svo mætti lengi telja.
Það má með sanni segja að Elroq sé einn rafmagnaður með öllu. Nettur á alla kanta en rúmgóður að innan. Góðir akstureiginleikar og lítill beygjuradíus gera Elroq jafnframt aðfrábærum ferðafélaga og liprum borgarbíl í daglegu amstri. Ekki skemmir verðið fyrir en bíllinn er á verði frá kr.5.990.000 (með styrk úr Orkusjóði).

Skoda Elroq er kominn í sýningarsal Heklu á Laugavegi 174. Söluráðgjafar Škoda vel á móti viðskiptavinum og á sama tíma má skoða fjölbreytt úrval bíla frá Volkswagen, Audi og Mitsubishi.
„Við erum afar spennt að kynna Skoda Elroq á Íslandi og vonum að viðtökurnar verði eins frábærar og þær hafa verið erlendis. Elroq er annar rafbíllinn sem kemur frá Skoda en forveri hans, Enyaq hefur átt miklum vinsældum að fagna. Elroq á án efa ekki eftir að gefa stóra bróður neitt eftir í vinsældum enda stórglæsilegt eintak, kjörinn í íslenskar aðstæður með háa veghæð og langa drægni“, segir Jón Kristófer S. Jónsson vörumerkjastjóri Skoda á Íslandi
Fréttatilkynning frá Heklu bílaumboði
Umræður um þessa grein