Það er nú hvorki árstíminn né veðrið til að hugsa um útilegu. En það er samt alveg í lagi að skoða möguleikana sem t.d. Teslueigendur geta nýtt sér með stillingu sem er hugsuð fyrir þá sem ætla að gista í bílnum.
Í gærkvöldi birti Tesla örstutt myndband sem fékk strax mikla athygli. Jákvæða athygli. Ég hugsaði strax með mér: „Það er nú ekki oft sem myndband er með 5.500 „like“ og ekkert „dislike“. Það er virkilega góð tilbreyting!“ En svo komst ég að því að búið væri að breyta „dislike-inu“ á YouTube. En það væri óskandi að fólk væri hreinlega orðið jákvæðara! Þetta er kannski í áttina – að fela „dislike-ið“.
Kósý Teslustund
„Camp Mode“ er stilling sem var kannski til áður í Teslum en hvernig sem það nú er (hugbúnaðaruppfærsla eða annað) þá er myndbandið ljómandi fínt og endilega kíkið á það gott fólk, áður en farið er út til að skafa af bílnum!
??Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein