Lundúnastrætisvagnarnir frægu þurfa án efa að standast heilmiklar prófanir til að vera réttlætanlegir á götum stórborgarinnar. Þannig var það líka árið 1957 en hátturinn sem hafður var á við prófanir í þá daga var sennilega ögn frábrugðinn prófunum nútímans.
Á því herrans ári, 1957, voru Lundúnavagnarnir 10.000 talsins og á þriggja og hálfs árs fresti var hver og einn þeirra „strípaður“ eins og hægt var og þá gátu prófanir hafist.
Dæmi um hvernig prófanirnar voru undirbúnar er til dæmis það að á efri hæð vagnsins var sandpokum komið fyrir í sætunum í stað farþega; alls voru þetta tvö tonn af sandi. Þetta var gert til að þungi vagnsins væri sambærilegur vagni með hámarksfjölda farþega.
Því næst var hægt að láta reyna á hversu stöðugur vagninn var. Hann þurfti að geta hallast 28 gráður án þess að velta en eins og þulurinn í meðfylgjandi myndbandi sagði þá voru vagnarnir býsna áreiðanlegir. Eins og hann komst að orði:
„Vagnarnir eru í raun og veru eins öruggir og hús.“
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein