Árið 1971, nánar tiltekið þann 26. maí, greindi Alþýðublaðið frá „tveggja ára ökufanti“ sem gerði sér lítið fyrir og skrapp aleinn í bíltúr á Akureyri. Eins og hér hefur verið sagt frá þá byrja þeir ungir á Akureyri en þetta er kannski helst til of ungt.
„Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, hugsaði Iitli drengurinn, norður á Akureyri í gær, setti bíl foreldra sinna í gang og ók af stað,“ segir í fréttinni sem var á forsíðu blaðsins þann daginn.
Svona var sagan:
„Það var um miðjan daginn í gær að kona nokkur á Akureyri þurfti að bregða sér á milli húsa og sparaði sér sporin með því að fara akandi. Tók hún með sér tveggja ára son sinn og gekk ferðalagið með ágætum. Þegar konan var komin á ákvörðunarstað, drap hún á bílnum, setti hann í fyrsta gír og handbremsu og skrapp að því búnu inn í húsið.
Drengurinn varð hins vegar eftir í bílnum og sá sér „brátt leik á borði“ að skreppa í smá bíltúr. Færði hann sig yfir í ökumannssætið, en mun hafa rekið sig í handbremsuna svo að hún losnaði, startaði bílnum í gang og ók af stað.
Heldur var snáðinn stuttur í annan endann því hann sá ekkert út og ók 70 metra skáhallt eftir Norðurgötu og hafnaði loks á Ijósastaur og drap bíllinn þar á sér. Skemmdir urðu ekki verulegar. en að sögn lögreglunnar má það teljast einstök heppni að ekki hlauzt slys af, þar sem talsvert af fólki var þarna á ferð auk bílaumferðar á götunni.“
[Ljósmyndin tengist fréttinni ekki en er þó tekin á Akureyri árið 1970 og birtist í Þjóðviljanum.]
Fleira úr íslenskum umferðarveruleika fortíðar:
Þeir byrja ungir á Akureyri
Ökuþór á agnarsmáum bíl í Reykjavík
Mús hrekkti bílstjóra á Akureyri 1984
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein