Það er erfitt að ímynda sér þyrlu Gæslunnar skoppa aftan í einhverjum jeppa sem ekið er eftir rammíslenskum holóttum vegum. Þyrlu sem búið er að breyta í hjólhýsi, eða öllu heldur þyrilhýsi. Það gerðu hjón nokkur sem áður voru þyrluflugmenn hjá strandgæslunni.
Engar áhyggjur, þetta er ekki ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar sem um ræðir. Þetta er þyrla frá árinu 1978, SA 330J Puma, sem upphaflega var notuð af þýska hernum við eftirlitsstörf. Síðar var Puman í eigu bandaríska hersins sem notaði hana í innrásinni í Afganistan en árið 2011 var þessi sama þyrla, þá rúmlega þrítug, komin til Bandaríkjanna og hafði lokið sínu hlutverki sem loftfar. ??
Hjónin Blake Morris og Maggie Morton búa í Alabama. Þau eru, sem fyrr segir, þyrluflugmenn og unnu hjá bandarísku strandgæslunni. Þegar þau „rákust“ á þessa þyrlu á sölusíðu inni á Facebook fannst þeim tilvalið að gera Pumuna að hjólhýsi.
Klikkuð hugmynd og hrikalega stórt verkefni!
Sagan er rakin á Instagramsíðu þeirra hjóna en það fóru um 900 vinnustundir í að útbúa það sem þau kalla „helicamper“.
Vinnan tók um eitt og hálft ár.
Í apríl á þessu ári tóku þau græjuna í notkun og er ljómandi skemmtilegt að fylgjast með þessu öllu saman á Instagramsíðunni þeirra.
Eðli máls samkvæmt er flug-þema í helicampernum og útkoman er ótrúlega flott, verð ég að segja.
Þetta er ljómandi snoturt hjá þyrluhjónunum.
Aðrir húsbílar og heimili á hjólum:
Húsbíll með bílskúr og auðvitað bíl
Óhefðbundnir ferða- og húsbílar
28 fermetra hjólhýsi: Lítið en líka stórt
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein