Rafpallbíllinn Rivian R1T hefur vakið mikla lukku vestanhafs frá því fyrstu bílarnir voru afhentir í haust. Framleiðandinn ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og því er unnið að stækkun aðalverksmiðjunnar.
Normal verksmiðjan
Það er ekkert undarlegt við það því verksmiðjan er staðsett í bænum Normal í Illinois í Bandaríkjunum. Sniðugt nafn það! Normal.
Til stendur að stækka þá verksmiðju um 57,900 m2 en fyrir er hún 240.000 m2. Þetta segir sumum okkar kannski ekki mikið, ekki fyrr en tölurnar eru settar í samhengi.
Laugardalsvöllur er um 7,140 m2 að stærð. Verksmiðjan í Normal er því eins og 34 Laugardalsvellir að flatarmáli og eftir stækkunina mætti rúma þar 42 Laugardalsvelli. Þetta er sem sagt mjög stórt og verður enn stærra!
Þar sem ekki er hlaupið að því að heimsækja svona verksmiðju og því er algjörlega frábært að geta litið inn án þess að þurfa að standa upp úr sófanum. Normalverksmiðjan gjörið svo vel:
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein