Svona fagna þeir víst í Alaska
Í bæ nokkrum nálægt Anchorage í Alaska er hefð að þeyta bílum, hjólhýsum og trukkum fram af 100 metra háum kletti á þjóðhátíðardaginn. 4. júlí er fagnað með þessum furðulega hætti.
Svo fer draslið til endurvinnslu. Eða draslið sem eftir er af draslinu.
Þessi undarlegi háttur hefur verið hafður á í Glacier View River Retreat síðan um aldamót. Má upphafið víst rekja til þess er einhver ók á elg og þurfti að farga bílflakinu. Einhver fékk þessa líka ljómandi vondu hugmynd; að láta flakið hreinlega húrra fram af klettinum.
Þetta er auðvitað bölvuð vitleysa en til að láta hlutina líta ögn betur út er nú tekið fram að farið sé með eitthvað af því sem finnst að klettaflugi loknu beint í endurvinnsluna. Jájá, það skulum við vona að sé satt og rétt, gott og blessað.
Fleira frekar galið:
Á þetta er horft 80.000 sinnum á dag
Sprenghlægilegur kappakstur afturábak
Hjólhýsaklessubílakeppni – hvað er það?
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein