SsangYong J100 á að vera öflugur í rafknúna jeppageiranum
- Rafknúni sportjeppinn í millistærð er ætlaður til framleiðslu á næsta ári og hann mun væntanleg líka koma sem pallbíll
Það hefur verið frekar hljótt um bílaframleiðandann Ssangyong í Suður-Kóreu í kjölfar frétta um fjárhagsleg vandamál þar á bæ, og hafa borist fréttir um að skiptaréttur í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu sé mál málefni fyrirtækisins til skoðunar eftir að eigandi þess, indverska stórfyrirtækinu Mahindra og Mahindra hafi mistekist að finna nýja eigendur að fyrirtækinu.
SsangYong er með miklar skuldir og fyrirtækið hefur sagt að bílasala þess árið 2020 hafi minnkað meira en 20% frá fyrra ári í 107.416 ökutæki.
En láta ekki deigan síga
SsangYong hefur tilkynnt áform um að fara inn á meðalstóran rafknúna jeppamarkaðinn með gerð sem myndi keppa við bíla á á borð við Skoda Enyaq og Volkswagen ID.4 með lægri verðmiða.
Kóðaheiti bílsins er J100, nýi bíllinn hefur verið myndaður á smáatriðum með það í huga að koma honum á markað árið 2022.
Engar tækniforskriftir fyrir bílinn hafa verið kynntar, þó að árið 2018 hafi SsangYong opinberað áætlanir um grunn fyrir bíla sem aðeins nota rafmagn frá rafhlöðum, og þar með líka rafknúinn grunn að sportjeppa, sem hentar jepplingum í C og D stærðarflokki sportjeppa, sömu stærðar og nú hefur verið gefin í skyn fyrir J100.
Fjárhagsstaða vörumerkisins hefur breyst töluvert síðan áætlanir um grunn rafbíla voru gerðar opinberar.
SsangYong var sett í gjaldþrotameðferð síðla árs 2020 og með fyrsta ökutækið sem ætlað er til kynningar á nýja grunninum árið 2024 eru uppi efasemdir um hvort J100 muni nota sérstakan grunn rafbíla eða aðlagaðan grunn brunavélar, eins og nýji Korando e-Motion .
Kynningarmyndir hafa komið fram til að forskoða ökutækið, sem virðist vera hannað með öflugu útliti torfærujeppa.
Hönnun bílsins felur í sér nóg af hefðbundnari jeppaáhrifum, svo sem ferköntuðu grillinu með breiðum láréttum rimlum og öflugu útliti og undirvagnsvörn, auk loks á varahjólinu að aftan.
Hann lítur út fyrir að vera ólíkur öllu í núverandi framboði SsangYong.
Hvað stærð varðar skilgreinir vörumerkið J100 sem stærri meðalstóran jeppa, þó hann verði minni en Rexton.
SsangYong hefur einnig staðfest að það sé að þróa rafknúinn pallbíl en hefur ekki staðfest hvort þetta verði afleiða af nýja J100.
Gömul og gróin saga
SsangYong Motor Company er fjórði stærsti bílaframleiðandinn í Suður-Kóreu, sem er í eigu indverska fjölþjóðlega bifreiðafyrirtækisins Mahindra & Mahindra Limited.
70% hlutur í SsangYong var keyptur af Mahindra & Mahindra í febrúar 2011, eftir að hafa verið valinn sá aðili sem þótti hæfastur árið 2010 til að eignast hið gjaldþrota fyrirtæki.
Kaup Mahindra voru samþykkt af fríverslunarnefnd Suður-Kóreu. Frá og með janúar 2019 eiga Mahindra & Mahindra 74,65% hlut í félaginu.
SsangYong byrjaði upphaflega sem tvö aðskilin fyrirtæki; Ha Dong-hwan Motor Workshop (stofnað 1954) og Dongbang Motor Co (stofnað 1962). Um mitt ár 1963 sameinuðust fyrirtækin tvö í Ha Dong-hwan Motor Co.
Árið 1964 byrjaði Hadonghwan Motor Company að smíða jeppa fyrir Bandaríkjaher auk vörubíla og strætisvagna.
Frá og með árinu 1976 framleiddi Hadonghwan margs konar sérstök ökutæki. Eftir að hafa breytt nafni sínu í Dong-A Motor og tekið við stjórn Keohwa árið 1984, var það tekið yfir af SsangYong Business Group árið 1986.
Bílabúð Benna fékk einkaumboð á Íslandi fyrir suður-kóreska bílaframleiðandann SsangYong í júní 1996.
Umræður um þessa grein