Sjálfvirku öryggisbeltin: Hvað klikkaði?
Þegar bílbelti komu, t.d. í Ford Mustang 1966, voru þau í ætt við beltin sem flugfarþegar spenna á sig. Ekki leist öllum vel á og fólk skar einfaldlega á beltin og losaði sig við „þennan óþægilega“ búnað. Auðvitað ekki allir en einhverjir. Svo komu sjálfvirku beltin. Muna lesendur eftir þeim?
Eftir því sem kemur fram í meðfylgjandi myndbandi þá var það Volkswagen sem setti sjálfvirkan öryggisbeltabúnað í bíl á undan öðrum bílaframleiðendum. Það var árið 1975 og bíllinn var VW Golf. Búnaðurinn einfaldlega setti fólk í belti og ekkert múður.
Aðrir framleiðendur fylgdu í kjölfarið og en svo var dálítið sem kom í bíla sem breytti ýmsu.
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein