Renault AIR4 fljúgandi dróni hefur sig til flugs
AIR4, fljúgandi dróni Renault og TheArsenale, gæti gefið vísbendingu um útlit endurfædds 4
Renault hefur stofnað til samstarfs við hönnunarfyrirtækið TheArsenale í Miami með það fyrir augum að búa til rafknúinn fljúgandi dróna sem kallast AIR4.
Hugmyndin á bak við AIR4 er að sýna hvernig hægt væri að endurskapa Renault 4 sem var helsta tákn vörumerkisins fyrir 50 til 60 árum, og þó það sé ekki staðfest gæti það gefið vísbendingar um væntanlegan Renault 4, sem á að koma fram „endurfæddur“ sem lítill, ódýr rafbíll eftir nokkur ár.
„AIR4 er tákn sjálfstæðis og frelsis, mótað út frá þeirri vitneskju að umferð er að blandast saman, líf er að stöðvast og heimurinn fyrir ofan okkur er óendanlegur,“ segir Renault. „AIR4 sér loftin blá sem hina nýju akbraut framtíðarinnar.“
Yfirbyggingin, sem hefur svipaðar línur og upprunalegi 1961 bíllinn, er eingöngu úr koltrefjum.
Renault segir að „fjölda klukkustunda af útreikningum og prófunum“ hafi þurft til að tryggja að stífni yfirbyggingarinnar væri nægjanleg til að takast á við þrýstinginn og lyftikraftinn sem dróninn myndar.
Renault heldur því fram að AIR4 hugmyndin hafi láréttan hámarkshraða upp á 95 km/klst og að hann sé fær um að fljúga í allt að 700m hæð og hafi getu til að halla allt að 70 gráður á flugi.
Dróninn getur tekið á loft flugtak á allt að 50 km/klst, en er þó takmarkaður við 14,5 km/klst af öryggisástæðum.
Dróninn getur komið til lendingar á tæplega 11 kílómetra hraða.
AIR4 er hannaður og smíðaður í Frakklandi og verður til sýnis fram að áramótum í Atelier Renault safninu í París.
Árið 2022 verður þessi „fljúgandi R4“ sýndur í Miami, New York og Macau.
Renault 4 er talinn vera einn af upprunalegu bílunum sem sannarlega var hægt að kalla „bíl fólksins“ með átta milljónir seldra eintaka í meira en 100 löndum á 30 ára tímabili. Síðasta eintakið af bílnum var framleitt í lok árs 1992.
(frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein