Ofursportbíll frá Króatíu frumsýndur í Genf
Þótt þrír mánuðir séu enn þar til að bílasýningin í Genf opni dyr sínar fyrir gestum í byrjun mars á næsta ári, þá eru þegar byrjaðar að berast fregnir af nýjum og spennandi bílum sem munu birtast gestum þar.
Meðal þessara bíla er rafdrifinn „ofursportbíll“, Rimac C Two, sem kemur frá litlum bílaframleiðanda í Króatíu.
Eftir að hafa fengið fjárfestingar frá Porsche og Hyundai vonast þetta litla fyrirtæki, Rimac Automobili, nú til að laða að fjárfesta til að stækka enn frekar.
Úr bílskúr í 400 manna fyrirtæki
Stofnandi Rimac, Mate Rimac, hefur stækkað fyrirtæki sitt frá upphafi í bílskúr nálægt Zagreb í heimalandi Króatíu í fyrirtæki með 400 starfsmönnumanna. Hann var útnefndur „frumkvöðull“ eða Eurostar 2018 hjá Automotive News Europe. Hyundai greiddi 80 milljónir evra fyrir óupplýstan hlut í Rimac í maí. Hyundai sagði að tvær gerðir muni leiða af fjárfestingunni: sportbíll fyrir N-sportbíladeild Hyundai og bíll með efnarafal, líklega fyrir Kia.
Fjárfesting Hyundai nam um 14 prósentum af fyrirtækinusi, sagði Rimac við Automotive News Europe. Þetta myndi veita Rimac Automobili 570 milljón evra heildarvirði.
Porsche hækkaði hlut sinn í Rimac í 15,5 prósent í september eftir að hafa keypt 10 prósenta hlut árið 2018. Porsche sagðist vilja efla samstarf á sviði rafhlöðutækni. Ekki var upplýst um stærð fjárfestingar Porsche. Camel Group í Kína, sem lýsir sér sem stærsta rafhlöðuframleiðanda Asíu, er næst stærsti hagsmunaaðili Rimac með 19 prósent en stofnandinn, Mate Rimac, á 43 prósent.
Rimac sagðist vera opinn fyrir því að selja meira af eigin hlut en myndi einbeita sér að því að laða til sín fjármagnseigendur frekar en bílafyrirtæki. Rimac Automobili er gjaldfært en þarf peninga fyrir nýja verksmiðju til að smíða bílaíhluti, sagði hann.
Frumsýndur í Genf
Rimac mun afhjúpa fyrsta rafmagnsbílinn sinn fullan framleiðslubíl, C Two, á bílasýningunni í Genf í mars og mun skila fyrstu bílunum af fyrirhugaðri framleiðlsulotu 150 bíla í lok árs 2020.
Margir samstarfsaðilar
Rimac býr til blendingsrafhlöðupakkann fyrir væntanlegan Aston Martin Valkyrie bíl og mun smíða Pininfarina Battista rafknúna bílinn fyrir ítalska hönnunarhúsið. Meðal annarra viðskiptavina eru Renault og Seat. „Við vinnum með nokkurn veginn öllum,“ sagði Rimac.
Rimac er eitt fárra bíla- eða tæknifyrirtækja í Króatíu. “Við erum svolítið sérstakir fyrir Króatíu. Það er ekkert nálægt okkur. Ég hef safnað meiri peningum en öll króatísk tæknifyrirtæki í sögunni. Nokkrum sinnum meira,” sagði Rimac.
Rimac sagði einnig að fyrirtækið muni opna rannsóknar- og hönnunarskrifstofu í Bretlandi. „Ég tel að Bretland sé besti staðurinn í heiminum fyrir hæfileika í bifreiðaiðnaði,“ sagði hann. Rimac var að ræða við Automotive News Europe á viðburði í London þann 21. Nóvember, þegar verið var að tilkynna um samstarf við breska fyrirtækið Group Owen um að selja C Two. Auk Aston Martin hefur Rimac einnig starfað með breska sjálfstæða keppnisbílafyrirtækinu Roborace.
Tenging við Bentley möguleg
Porsche tenging Rimac myndi einnig veita honum aðgang að breska ofurlúxus vörumerkinu Bentley, sem vinnur að fyrsta rafbíl sínum sem settur verður á markað árið 2025.
Bæði Bentley og Porsche eru hluti af Volkswagen Group og deila tækni frá samsteypunni.
Umræður um þessa grein