Hvernig ætli sé að aka þúsund hestafla pallbíl? Í sveitaþorpi á Englandi? Þar sem umhverfið er nánast eins og klippt út úr barnatímanum um póstmanninn Pál, einstefnugöturnar þröngar, hlaðnir veggir og sauðfé á beit.
Þetta er ólíkt umhverfinu í Texas þar sem margir telja pallbílinn best eiga heima. Hér er Dodge Ram TRX í útfærslu John Hennessey og kallast bíllinn þá Mammoth.
Enginn götuskráður (road-legal) er öflugri en þessi. Í meðfylgjandi myndbandi fer bílablaðamaðurinn Ollie Kew yfir allt það helsta um bílilnn og hvernig Mammút reyndist í ensku sveitinni.
Fleira um pallbíla:
Brot af því versta: Pallbílar
Er Rivian nýjasta þjóðarstoltið?
Vinsamlegast misþyrmdu þessum Ram??
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein