Hann safnar skiltum, bílum, auglýsingaspjöldum, standklukkum, veggklukkum; Hann á frumgerð Batmobile og heilan helling af öllu mögulegu! Allt þetta mögulega er í „bílahellinum“ hans neðanjarðar í London.
Þessi „hann“ á sér nafn: Gary Hillman. Þetta er vörpulegur og vel klæddur karl sem á ótrúlegt bílasafn sem er mjög svo furðulega samsett af leikfagabílum of raunverulegum bílum. Frumgerðum og endurgerðum.
Sérsmíðaðir bílar frá engum öðrum en George heitnum Barris eru í bílahellinum: Manninum sem smíðaði og hannaði meðal annars Batmobile og General Lee.
Sem dæmi má nefna að í hellinum hans er að finna heilan her af endurgerð smæstu bifreiðar sem framleidd hefur verið í heiminum, Peel 50 Bubble Car, bílnum sem framleiddur var á Isle of Man:
Lengd: 1,3
Breidd: 1,0 m
2,7 – 4,2 hestöfl
Nákvæm endursmíði upprunalega bílsins frá 1962
Götuskráðan spíttbát á Hillman í safni sínu (sést á myndinni efst í greininni). Það er spíttbátur, byggður á þriggja hjóla hamfaraökutækinu síveltand; Reliant (nafnið vísar eflaust til þess að hægt sé að reiða sig á að apparatið velti í næstu beygju).
Aukinheldur er þarna að finna vatnabílinn Amphicar 770 sem undirrituð hefur mikið dálæti á eftir að hafa ekið einum slíkum og siglt.
Gary Hillman lumar líka á pool-borði sem er í rauninni líka bíll með HEMI-vél og þetta er einhvers staðar í hellinum, mitt á milli ET-afsteypu í raunstærð og klessubíla af bestu sort.
Þegar maður heldur að ekki sé til fleira fínt dót í öllum heiminum, þá toppar Gary Hillman allt með því að segja að bestu gripina sína geymi hann einmitt efst uppi; í þakíbúðinni sinni.
Þar eru upprunalegir Peel 50 bílar og alls kyns sparidót; mitt á milli sundlaugar, sebrasófa, gamalla glymskratta og spilakassa.
Hér er myndband sem sýnir allt heila gillið og mun fleira en það:
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein