Að sjálfsögðu gekk á ýmsu á þriðja keppnisdegi í Monte-Carlo rallinu. „Að sjálfsögðu“ skrifa ég því leiðir dagsins liggja upp og niður Alpana, úr fínustu aðstæðum yfir í snjó og hálku og allt getur gerst.
Enda gerðist eitt og annað en hér skal stiklað á stóru. Allar upplýsingar um stöðuna má sjá hér.
En byrjum á sænska ökumanninum Oliver Solberg og aðstoðarökumanni hans, Bretanum Elliott Edmondsson.
Af myndinni að dæma lítur út fyrir að þeir séu hreinlega uppi í tré en það er nú ekki svo. Í morgun á SS10 enduðu þeir í trjánum. Þaðan komust þeir heilir á húfi og náðu meira að segja að skrönglast leiðina á enda.
Neuville og Wydaeghe voru nett pirraðir í dag: Dempari var með leiðindi og vildi sýna sig en það var ekki málið og tók við dramatískur fjöðrunarslagur. Hann endaði með sigri mannanna en töpuðum tíma engu að síður og var Neuville sagður hafa verið á tánum.
Loeb sýndi unglingunum hvernig fara skal fallega yfir hálan ís:
Þeim Evans og Martin tókst að koma bílnum inn á veginn aftur eftir verulega töf þegar þeir óku út af, en vonin um sigur eða verðlaunasæti varð eftir utan vegar:
Þeir félagar áttu nú eitt gott drift á SS11:
Hér er svo stutt samantekt M-Sport af akstrinum í Alpasnjónum þennan viðburðaríka þriðja og næstsíðasta keppnisdag í Monte-Carlo rallinu:
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein