Þessi Renault 15TL kúpubakur árgerð 1973 er í toppstandi og er til sölu um þessar mundir. Bíllinn er í upprunalegu formi og aðeins ekinn um 29 þús. kílómetra. Renault þessi er með 1300 vél sem tengd er 4 gíra beinskiptingu. Mjög vel með farin innréttingin er í góðu ásigkomulagi og lakk upprunalegt.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/6360203385f47a25428eae5d_1973-renault-15tl-635d78b984693.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/6360203ba0531f12eabcff26_1973-renault-15tl-635d78b984c2b.jpg)
Þessi Renault voru kúpubakar Renault 12 gerðarinnar. Eini munurinn útlitslega var náttla kúpulagið og ljósin.
Einnig var til Renault 17 gerð sem var þá með tveimur hringlaga ljósum í stað ferkantaðra á Renault 15 bílnum.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/63602047456b77511f409b94_1973-renault-15tl-635d78b984efd.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/6360204e55447243dde97339_1973-renault-15tl-635d78b9851dd.jpg)
Varla er hægt að segja að þessir bílar séu smart í útliti en það er eitthvað við þá eins og marga Renault á þessum tíma.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/6360205553d914511fe4787c_1973-renault-15tl-635d78b9854af.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/6360205ce09babc455fa61fc_1973-renault-15tl-635d78b9857b9.jpg)
Renault 15 og 17 voru framleiddir frá árinu 1971 til 1979 en þá fékk bíllinn heitið Renault Fuego sem þóttu smart bílar.
Renault kynnti bílana á Alþjóðlegu bílasýningunni í París árið 1971.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/63602063313efca1ad18d73b_1973-renault-15tl-635d78b98497a.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/6360206c53d9141ae7e478cc_1973-renault-15tl-635d78b984279%20(1).jpg)
Renault 15 og 17 voru byggðir á undirvagni Renault 12 en vélin í sautján bílnum kom frá Renault 16 TS og skilaði sú vél um 107 hestöflum. Flest í bílnum var úr eldri gerðum Renault nema náttla útlitið.
Toppurinn í gengi þessa bíls náðist svo árið 1974 þegar bandaríska World Rally Championship var haldin í Michican.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/636020752118d66ce90179c1_1280px-Renault_17_grey.jpeg)
Þar sigraði Jen-Luc Thérier á Renault 17 Gordini en í þriðja sæti var síðan Christian Deiferrer sem var á svipuðum bíl.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/6360208197f2c3ec876a974b_Renault_Fuego_Turbo_(cropped).jpg)
Ekki var þessi fákur snöggur upp eins og sagt er en tímaritið British Autocar reynsluók þessum bíl með 1300 cc vél í nóvember 1972. Þar var hann 13,6 sek. í hundrað kílómetra á klukkustund en það gerði bílinn að þeim hægasta í þessum flokki bíla.
Þeir sem bíllinn keppti við voru til dæmis Fiat 128, Vauxhall Viva og Ford Capri 1300.
Umræður um þessa grein