Land Rover 1971 með tjaldið á toppnum
Fjórhjóladrifsbílar með toppgrind og tjaldi. Nú eru þaktjöld í tísku en hugmyndina má reyndar rekja áratugi aftur í tímann.
Á sjötta og sjöunda áratugnum voru Dormobil skýlin sett á Land Rover (og á fleiri ökutæki, helst þá litla sendibíla) til að gera þá að ferðabílum.
Bíllinn sem um ræðir í þessari grein er skemmtilegt dæmi um þá bíla sem Dormobil breytti á þessum árum en hann er til sölu á vefnum núna.
Dormobil skýlin
Þessi tiltekni Land Rover er sagður einn af 830 smíðuðum af Martin Walter Ltd. í Englandi á árunum 1961 til 1975.
Hinu svokallaða Dormobil toppgrindartjaldi er lyft upp og gefur gott pláss, reyndar undir súð uppi undir toppnum en með svefnplássi fyrir tvo.
Á því eru gluggar sem hleypa birtu inn í bílinn en þegar lokað er það með lágan loftstuðul og þægilegt að hafa ofan á bílnum. Á þessum bíl er reyndar toppgrind sem nýtist fyrir farangur að auki.
Nokkuð upprunalegur
Inni í bílnum eru tvær raðir af sætum og hægt að snúa farþegasætinu í fremri sætaröðinni. Hægt er að setja upp borð á milli sætanna og síðan er hægt að leggja þau öll niður og útbúa þannig auka svefnpláss. Afturí er lítill skápur, vaskur og eldavél.
Nægt afl
Þetta eintak var fyrst selt í Bretlandi og er bíllinn með hægrihandarstýri. Upprunalegu vélinni hefur verið skipt út fyrir bensínknúinn 4.3 lítra GM, V6 mótor sem gefur 195 hestöfl og togar um 350 Nm. Aflið er því samkvæmt seljanda meira en tvöfalt frá upprunalega mótornum sem var 2.25 lítra fjögurra strokka. Vélin er pöruð við fjögurra gíra handskiptum kassa með Fairey overdrive og að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn.
Aðrar uppfærslur eru meðal annars nýir höggdeyfar og gormar, ný dekk og nýtt grill. Warn spil hefur verið sett á að framan. Að lokum hefur bíllinn verið sprautaður í upphaflegum Bahama Gold frá 1971.
Land Roverinn kostar sitt eða um 72.500 dollara. Flottur bíll fyrir safnara.
Byggt á grein Autoblog – myndir Hemmings.com
Umræður um þessa grein