Enginn annar en Laddi var í hlutverki Dr. Bjarna Fel í auglýsingu fyrir torfærukeppnina á Hellu árið 1990. Óheyrilega fyndið og vekur upp ýmsar minningar. T.d. minningu um ægilegan misskilning.
Undirrituð, átta ára að verða níu, var mjög spennt fyrir torfærunni og skildi ekki baun í því af hverju í ósköpunum Laddi væri að fara að keppa í torfæru.
Og ekki nóg með það, heldur var hann í undarlegum búningi, virtist ekkert kunna á bílinn sem hann var á auk þess sem hann þóttist vera einhver annar!
En ég er sem betur fer búin að fatta grínið – fyrir nokkuð löngu síðan! Hér er Laddi, sem Dr. Bjarni Fel, á Jeepster ´67 með 350 Chevy. Gjörið svo vel!
?
Fleira torfærutengt og fyndið:
Maður horfir á íslenska torfæru í fyrsta sinn
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein