Fjögurra gíra fjögurra strokka, næstum eins mikið tákn og hinn upprunalegi Land Rover, er enn á lífi. Hin 50 ára gamla Lada Niva verður brátt sett saman í Þýskalandi, með nýrri driflínu.
Á bílavefnum BilNorge fræðir Jon Winding-Sørensen okkur um endurkomu Lada Niva, sem við köllum ávallt Lada Sport:
Rússneskir bílar voru hægt og örugglega dregnir út af Evrópumarkaði þar sem kröfur um útblástur urðu sífellt strangari. Lada Niva var líklega sá sem var mest saknað.
En fyrirtækið Partisan Motors í Magdeburg í Þýskalandi (með rauðri stjörnu í merki fyrirtækisins) gafst ekki upp.
Síðasta haust byrjuðu þeir að setja bílinn saman í sérstakri aðstöðu og hafa einhvern veginn gert hann löglegan innan Evrópusambandsins, jafnvel með gömlu 1,7 lítra vélinni, 83 hestafla, fimm gíra gírkassanum og 4×4 kerfinu.
En margt annað hefur verið gert við bílinn, annars gátu þeir varla farið fram á tæplega 20.000 evrur (2,8 milljónir ISK) fyrir sérstaka seríu sem þeir smíða í 50 eintökum.
Í Rússlandi kostar bíllinn um 900.000 rúblur, jafnvirði u.þ.b. 1.900.000 ISK þegar Legend útgáfan var kynnt af Partisan Motors.
Það sem þú færð fyrir það verð eru m.a. ytri geymslur, loftinntak sem nær upp á þak, loftinntak á húddinu, dráttarkrókar, pláss fyrir spil og öflugari stuðara, þakboga og almennileg stigþrep sem gefa bílnum svip sem segir þér að grínast ekki með þetta.
Fjöðrun sem er tjökkuð þannig að hæðin yfir sjávarmáli eykst eins og hún virðist, ásamt nýjum felgum og almennilegum Goodrich-dekkjum hjálpar einnig til við að undirstrika karakterinn.
Mjög líklegt er að bíllinn verði uppseldur í Magdeburg. Niva heldur enn sinni stöðu í Evrópu.
Bíllinn var kynntur í Sovétríkjunum árið 1977 og kom til Evrópu skömmu síðar. Fyrst sem VAZ 2121, síðan sem Niva. Nafnið þótti nógu auðvelt að bera fram svo að enn er munað eftir því!
Þessi sjálfbæri Rússi átti 70 prósent af evrópska fjórhjólabílamarkaðinum á tímabili. Hann hafði, með öðrum orðum, áhrif.
Líka frá Zubr
Þeir eru að smíða bíla sem Mad Max gæti vel notað í næsta ævintýri sínu – þeir eru glæsilegir.
Zubr segir að þeir hafi gert þetta í mörg ár, og aldrei gert neitt annað en að undirbúa Niva-bíla fyrir þau verkefni sem bílnum eru ætluð.
?
Auðvitað er hægt að kaupa ýmsar aukabreytingar, en málið er í raun pakkarnir þeirra:
Pakki eitt inniheldur fyrst og fremst bílinn og kostar 18.000 evrur. Helstu atriði eru sterkt lakk, dráttarbeisli, breiðari bretti, snorkel – eða loftinntak sem nær upp á þak, undirvagnsplötur og felgur.
Fyrir 1000 evrur í viðbót færðu líka mött svört smáatriði og spil sem togar 1,6 tonn. Og fyrir 2000 evrur þar til viðbótar koma þægindin; loftkæling, rafdrifnar rúður, fjarstýrðar samlæsingar og sætahitari.
Þegar svo langt er komið byrjar fjörið fyrir alvöru. Undirvagn til dæmis; þú lyftir öllum bílnum og fylgir því eftir með 16 tommu felgum og grófum Hankook Offroad dekkjum. Eða mismunadrifslæsingu.
Svo ekki sé minnst á leðuráklæði og bollahaldara (!) ásamt tveimur festingum fyrir haglabyssur og fjölda 12 volta tengja. Á þakinu bætist við fjöldi mismunandi haldara og stigi upp ef þú vilt. Og fyrir myrkrið færðu gott úrval af LED ljósum.
Málið er að þú ÞARFT ekki fara í G Class eða Jeep ef þú ætlar í ferðalag.
Bæði Suzuki Jimny, og ekki síst Niva, hafa ýmsa almennilega og snjalla eiginleika sem virka vel. Án þess að það þurfi að kosta helling!
Svona skrifa þeir hjá BilNorge um „endurfæðingu“ Lada Niva eða Lada Sport eins og við viljum kalla bílinn.
Þessu skylt:
Japanir vilja ólmir eignast Lödu Sport
14 hjóla Lada monster truck: Hví ekki?
Lada á leið á markaðinn með nýjan Niva jeppa
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein