Hjólhýsi sem flýtur loks til sölu
Hvern hefur ekki dreymt um að hengja aftan í bílinn sinn lítið hjólhýsi sem hægt er að fara með hvert á land, og hvert á vatn, sem er? Sealander, hannað af Daniel Straub, hefur verið í boði síðan 2014, en hjólhýsið fékk talsverðar endurbætur á þessu ári [ath. greinin er frá 2019]. Hægt er að sigla því á vatni og tekst það án þess að vera of fyrirferðarmikið eða þungt til að krefjast viðbótarréttinda fyrir eftirvagn. Hins vegar er besti hlutinn við þetta þýska hjólhýsi að það fórnar ekki þægindum fyrir sjóhæfni.
Ekki búast samt við því að hjólhýsið búi yfir jafnmiklum lúxus eða sé eins rúmgott og snekkja.
Sealander er pínulítiðog létt, en státar einnig af því að vera mjög sterkt og áreiðanlegt. Sex fullorðnir geta setið saman við borð og geta tveir sofið á alveg þægilegan máta þegar sófarnir eru lagðir niður til að búa til rúm.
Sealander kemur útbúið með tvöföldu panorama gleri og útfellanlegu þaki, það hleypir inn nóg af náttúrulegri birtu og má njóta útsýnisins vaggandi úti á vatni. Framleiðendurnir prófuðu það við Eystrasaltið, en miðað við að aukavélin getur aðeins náð um það bil 5 mílum á klukkustund að hámarki, þá er Sealander tilvalið tæki fyrir vötn eða lygnar ár.
Sealander er með rafknúinn Torqeedo utanborðsmótor sem einfaldlega er lækkaður í vatnið á eftir hjólhýsinu og þá er siglingin hafin.
Verð er frá $22.000, um 3 milljónir íslenskra króna og aukahlutirnir eru mismunandi. Það fer eftir til hvers nota á tveggja manna hjólhýsið. Það má fá með eldavél, vaski og sturtu, hágæða hljóðkerfi, ísskáp eða vatnssalerni.
Sealander hjólhýsið er hægt að draga með nánast hvaða bíl vegna þess hve létt það er. Markmið framleiðendanna var að hjólhýsið kæmist nánast hvert sem er.
[Byggt á frétt frá Autoevolution og birtist fyrst í febrúar 2019]
Umræður um þessa grein