Ekki veit ég af hverju nákvæmlega það kom upp í hugann en kannski er það ekki svo galið: Þetta er eins og agnarsmá sinfóníuhljómsveit sem leikur fegurstu verk meistaranna fumlaust.
Maður að nafni José Manuel Hermo Barreiro setti þessa V12 vél saman fyrir einhverjum árum. Vélin er samsett úr 261 stykki, 222 skrúfum og það tók Barreiro 1220 stundir að koma henni saman.
Hér er hlekkur á eitthvað sambærilegt til sölu en ekki veit ég nákvæmlega hvar þessi V12 vél var keypt. Enda er það ekki aðalatriði. Heldur eru það öll smáatriðin sem saman mynda þessa agnarsmáu en fúnkerandi vél.
Fleira lítið en stórkostlegt:
Maður gerir upp pínulítinn bíl
F1 bíll byggður á hálfri mínútu
Porsche sem flestir hafa efni á
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein