Það er með ólíkindum að til sé yfirgefið bílumboð þar sem „nýir“ bílar hafa staðið óhreyfðir síðan árið 1974. Þetta eru Toyotur og standa þær margar enn eins og þeim var stillt upp í sýningarsalnum fyrir að verða fimmtíu árum.
Famagusta heitir hafnarborg á eynni Kýpur. Síðsumars 1974 réðust tyrkneskar hersveitir inn í borgina. Ekki er ætlunin að fjalla hér frekar um þær hörmungar sem innrásin hafði í för með sér en suður af Famagusta er bærinn Varosha. Íbúar yfirgáfu bæinn 1974 og ekki hefur hann verið byggður upp á ný.
Þegar meðfylgjandi myndband var birt í ágúst 2020 var bílaumboð Toyota í Varosha eins og stillimynd frá því rykið settist eftir innrásina og fólki óheimilt að fara inn í bæinn. Hvernig það er í dag veit undirrituð ekki en það er óhætt að segja að myndirnar (skjáskotin úr myndböndum á YouTube) sem hér sjást segi dapurlega sögu.
Eins og fram kemur í myndbandinu var bærinn ákaflega vinsæll ferðamannastaður í kringum 1970 þótt erfitt sé að ímynda sér það þegar þetta er skoðað.
Þessu tengt:
Toyota-kirkjugarðurinn á hafsbotni
Afleit hugmynd að grafa bílinn og geyma í hálfa öld
Fleiri grafnir bílar í Tulsa
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein