Framleiðsluspár um rafhlöður fyrir rafbíla í nánustu framtíð
Það eru nýjar gígaverksmiðjur fyrir rafhlöður (ekki bara Tesla) í vinnslu um allan heim.
Miklar vangaveltur hafa verið undanfarið á ýmsum bílavefsíðum um framtíð í framleiðslu á rafhlöðum fyrir rafbíla. Vefurinn InsideEVs birti þessa grein með leyfi EVANNEX, sem framleiðir og selur aukahluti frá Tesla áeftirmarkaði.
Þeim hjá InsideEVs þótti fyrirtækið áhugavert sem birgir fyrir aukabúnað í Tesla og birtu því þessa grein, og við líka.
Benchmark Mineral Intelligence, sem veitir gögn og markaðsupplýsingar um litíumiðnaðinn, spáir því að framleiðslugeta litíumjónarafhlöðum á heimsvísu gæti orðið yfir 6.000 gígavattstundir (6 teravattstundir) árið 2030.
Bílaframleiðendur og rafhlöðubirgjar eru að flýta sér að koma á fót nýjum rafhlöðuframleiðslustöðvum um allan heim. Heildargeta verksmiðja sem framleiða litíumjóna rafhlöður (núverandi eða í smíðum) hefur tvöfaldast frá ársbyrjun 2021, í kjölfar tilkynninga um nýjar verksmiðjur frá kínverskum og kóreskum rafhlöðuframleiðendum.
Bílaframleiðendur leitast við að tryggja staðbundnar aðfangakeðjur til að lækka kostnað og draga úr landfræðilegri áhættu.
Þó að Kína sé enn ráðandi í rafhlöðuframleiðslu á heimsvísu, fer tilkynningum um nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Norður-Ameríku og Evrópu fjölgandi, segir Benchmark.
Hlutur Norður-Ameríku í getu í framleiðslu á rafhlöðum á heimsvísu mun vaxa úr 6% í 10% árið 2026, en afkastageta Evrópu gæti aukist úr 7% í 12%.
Nokkrar af gígaverksmiðjunum sem eru í vinnslu í heimsálfunum þremur í bílaframleiðslunni:
- LG Energy Solutions ætlar að fjárfesta fyrir 1,4 milljarða dollara til að byggja 11 GWh rafhlöðuverksmiðju í Arizona og Mercedes-Benz ætlar í samstarfi við Envision AESC að setja upp 30 GWh verksmiðju í Kentucky.
- Kínverska fyrirtækið EVE Energy hefur kynnt áform um að koma upp fyrstu evrópsku rafhlöðuverksmiðju sinni, með áætlaða afkastagetu upp á 30 GWst, í Debrecen, Ungverjalandi.
- BYD, rafbílaframleiðandinn, áformar tvær nýjar verksmiðjur í kínversku héruðunum Zhejiang og Guangxi, með afkastagetu upp á 67 GWst samanlagt.
Spáin um 6 TWh af rafhlöðugetu á ári þýðir um það bil 109 milljónir rafbíla – en það er gert ráð fyrir að allar fyrirhugaðar verksmiðjur muni ná fullri framleiðslu.
Simon Moores, forstjóri Benchmark, spáir því að aðeins um 70% af gígaverksmiðjunum á núverandi vinnslustigi muni koma í framleiðslu, með meðalnýtingu á afkastagetu upp á 70%.
Annar flöskuháls vofir yfir: rafhlöðugeta stækkar um þessar mundir á tvöföldum hraða umfram framboð á litíum.
Þar sem 6 TWh af rafhlöðum þyrftu um 5 milljónir tonna af litíumi, samkvæmt Benchmark, og framleiðsla síðasta árs nam um 480.000 tonnum af ígildi litíumkarbónats.
Drew Baglino, einn af aðalstjórnendum Tesla fyrir aflrásar- og orkuverkfræði, skoraði nýlega á iðnaðinn að auka framleiðslu á litíumi.
(frétt á vef Inside EVs)
Umræður um þessa grein