Þegar einhver notar orðið „torfæru“-eitthvað hugsar maður strax um íslensku torfæruna en það sem um er að ræða hér hefur ekkert með hana að gera. Þessi trukkur er sérhannaður fyrir herinn en hann má líka nota í hvað sem er.
Hann er nefnilega sagður komast nánast hvert sem er. Það magnaða í þessu öllu er að Atlas ATV er með fáránlega litla vél; 1.5 lítra Renault dísilvél. Vél sem er með eindæmum sparneytin. Bíllinn er frá Úkraínu og myndbandið sem hér fylgir er nokkuð fróðlegt.
En eitt er víst: Aldrei myndi maður láta sjá sig á þessu tæki í námunda við nokkuð sem hefur með íslenska torfæru að gera. Þetta er allt annað. Kemst „allt“ og það gerir hann á þeim tíma sem hann þarf.
Aðrir sérstakir:
Heimsins svakalegasti Hummer
Hlægilegur, ljótur eða bara sniðugur?
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein