Er eitthvað skrítið á seyði í hverfinu þínu?
Ef svo er hefur Legó kynnt splunkunýjan Ghostbusters legó bíl sem er byggður bílnum úr myndinni Ghostbusters frá 1984. Bíllinn er nákvæm eftirlíking af Ecto-1 sem byggður var á Cadillac Miller-Meteor árgerð 1959.
2352 legókubbar
Pakkinn innheldur 2352 legókubba og þegar legó bíllinn hefur verið settur saman er hann um 50 sm. á lengd. Ghostbusters bíllinn er ein nákvæmasta eftirlíking sem Legó hefur framleitt og til að mynda er stýrisvél í líkaninu sem hægt er að tengja við bæði framhjólin, upphengdar hurðir og hægt að opna húddið þar undir er eftirlíking af V8 bílvél.
Fullur af draugabanadóti
Líkt og bíllinn úr Ghostbusters myndinn er hann pakkaður af allskyns draugabanadóti. Á bílnum er til dæmis draugaþefari sem snýst með hjólunum, skotsæti sem skýst út um afturhurðirnar og toppgrind hlaðin búnaði sem nýtist við hinar veiðar á draugum.
Legó segir að það geti einnig leynst páskaegg í kassanum þegar neðar dregur ofan í hann.
Kannski fleiri í framtíðinni
Tveir hlutir voru sérstaklega framleiddir fyrir Ecto-1 bílinn, sveigð framrúða og stýrishjólið. Ghostbusters bílinn gæti því verið góður grunnur að fleiri sérhönnuðum legóbílum. Hönnuður kubbabílsins er Michael Psiaki en hann hannaði einnig James Bond Aston Martin DB5 bílinn sem Legó framleiddi.
Það styttist í jólin þannig að nú er bara að panta svona bíl í jólapakka bílaáhugamanna. Um að gera að hlusta á tónlistarmyndband með laginu úr Ghostbusters eftir þennan lestur.
(byggt á frétt Autoblog).
Umræður um þessa grein