Nokkrir karakterar sem tengjast bílum og íslenskum kvikmyndum og sjónvapsefni hafa vaknað til lífsins að undanförnu í upprifjun á bílaatriðum. Atriðin eru fá en karakterarnir allnokkrir.
Síðast var það Númi (Örn Árnason) en nú er það Krummi!
Karakterinn Krummi birtist áhorfendum Spaugstofunnar fyrst fyrir tjah, rúmum þrjátíu árum síðan. Þori ég ekki að fullyrða hvort það hafi verið árið 1990 eða fyrr en það sem birtist hér fyrir neðan er í það minnsta myndbrot frá 1990.
Bifvélavirkinn síbölvandi og „lausnamiðaði“ var leikinn af Sigga Sigurjóns. Ætli leikarinn hafi ekki sjálfur skapað þennan karakter sem fékk nafnið Krummi. Og hér er hann, gjörið svo vel:
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein