Á dögunum var lokið við að gera upp eina af elstu bifreiðum landsins, sem er í ökufæru ástandi, Ford Model T vörubíl af árgerð 1916, og í framhaldi var hann fluttur norður á Samgönguminjasafnið á Ystafelli þar sem hann mun sóma sér vel á meðal annarra kjörgripa úr bílasögu landsins.
Saga bílsins
Páll Stefánsson kaupmaður og verkstæðiseigandi í Reykjavík kaupir bílinn af Boga Þórðarsyni á Lágafelli ca 1923-4. Páll þessi Stefánsson stofnaði fyrirtæki sitt árið 1908, sem síðar varð P. Stefánsson hf. Fyrirtækið var rekið um árabil að Hverfisgötu 103, og var með umboð fyrir ýmis vörumerki, þar á meðal GoodYear-hjólbarða og bíla auk þess að reka þar bílaverkstæði. Heildverslunin Hekla keypti síðan P. Stefánsson árið 1952 og sameinaði rekstur fyrirtækjanna á Hverfisgötunni.
Verkstæðisbíllinn Bogi
Númerið á bílnum hjá Boga var KS-1 fyrir Kjósarsýslu en sýslurnar sameinast fljótlega í Gullbringu og Kjósarsýslu með stafina GK.
Að sögn Bjarna gamla Bjarnasonar sótti hann bílinn á þar sem hann stóð á Lágafelli í Mosfellssveit
Bíllinn var í niðurníðslu við fjóshauginn, Bjarni gangsetti bílinn og keyrði hann til Reykjavíkur.
Bíllinn var gerður upp á verkstæði Páls Stefánssonar, það var settur í hann nýr mótor með vélarnúmeri frá 1926. Kristinn vagnasmiður byggir yfir hann vörubílshús og pallur er settur á bílinn.
Bíllinn er skráður 21.6.1928 á númerið RE-509. Bíllinn gekk undir nafninu Bogi á verkstæðinu. Páll Stefánsson notar bílinn sem verkstæðis og snattbíl til ársins 1942. Þann15. júní1930 er bíllinn skráður sem vörubíll.
1942 kaupir Páll Stefánsson nýjan Ford 1942 vörubíl og fer númerið af T fordinum á 42 Fordinn.
Nýir eigendur
Árið 1946 fær bíllinn nýtt númer R-4162 þegar Lárus Lárusson á Hálogalandi kaupir T-Fordinn.
Notkun á bílnum var síðan hætt árið notkun 1954 vegna dekkjaleysis
Árið 1959 kaupir Halldór Jóhann Guðmundsson bankastarfsmaður og einn af stofnendum Fornbílaklúbbsins T-Fordinn af Lárusi, en þá stóð bíllinn í hlöðu sem átti að rífa við Hálogaland. Krakkar búnir að leika sér í bílnum og brjóta allar rúður.
Halldór tók bílinn í sundur, fór með hlutina úr honum í sandblástur hjá Saxa. Setti undirvagninn saman og málaði. Smíðaði á hann opið fólksbílsboddý. Hann fékk 2 dekk upp í Hvalfirði undan handvagni og pantaði frá Bretlandi 2 dekk og 5 slöngur. Hafði hann samband við Þóri Jónsson hjá Sveini Egilssyni og var hann hjálplegur viða að finna varahluti erlendis t.d. dekkin og slöngurnar.
Lánaður á sýningar
Bíllinn var lánaður Félagi Íslenskra bifreiðaeigenda á sýningar á 17. júní 1967 og og árið 1969, en þá var bíllinn hafður í gangi á sýningum, þar sem hann var í góðu lagi til aksturs.
Ný endurgerð
Í kringum 2000 var bíllinn sandblásinn aftur hjá Sigga í Bílasetrinu.
Um haustið 2015 hófst vinna við að endursmíða húsið sem Kristinn vagnasmiður byggði á bílinn. Það er gert af Birgi Árnasyni trésmið frá Vestmannaeyjum.
Eldri saga
Áður RE 230 13.6.1923 Eig. Víglundur Pálsson og Magnús Skúlason vélarnúmer 481106 árg. mars 1921.
Tilkynnt 28.4.1925 að bíllinn sé eign Boga Þórðarsonar frá 1924.
Tilkynnt 24.6.1926 að bíllinn hafi verið seldur Páli Stefánssyni.
Áður KS1 þegar Bogi Þórðarson á bílinn.
Bjarni gamli Bjarnason sagði Halldóri að bíllinn væri 1916 árgerð, áður var haldið að hann væri jafnvel 1919.
Fluttur á Samgönguminjasafnið að Ystafelli.
Halldór Jóhann Guðmundsson, fyrrum bankastafsmaður og einn af stofnendum Fornbílaklúbbsins, féll frá fyrr á þessu ári, en hann hafði haft bílinn í skúrnum heima hjá sér í Fossvoginum um árabil og unnið við að fullgera bílinn.
Eftir að hann féll frá tóku synir Halldórs, þeir Guðmundur Ólafur Halldórsson, Þórarinn St Halldórsson og Gísli Ágúst Halldórssonað sér að klára það litla sem eftir stóð og gera bílinn tilbúinn til varðveislu í framtíðinni.
Þegar því verki lauk á dögunum ákvað fjölskylda Halldórs Jóhanns, þau Lára Margrét Gísladóttir eiginkona Halldórs og börnin, þau Guðmundur Ólafur, Guðlaug Ágústa, Þórarinn St, Halldór Andri og Gísli, að bíllinn fengi framtíðaraðsetur á Samgöngusafninu að Ystafelli og þangað er hann nú kominn og mun gleðja gesti þar.
Umræður um þessa grein