Ef maður á lítinn bílskúr er gott að eiga enn minni bíl. En maðurinn í meðfylgjandi myndbandi er búinn að reikna nákvæmlega út hvernig hann kemur bílnum inn í bílskúr sem er svo lítill að hann passar næstum í úlpuvasann. Já, og svo þarf maðurinn auðvitað að komast út úr bílnum.
En ef maður á bíl sem er 149 sentímetra breiður og bílskúr sem er 155 sentímetra breiður, liggur þá ekki beinast við að leggja bara úti við götu eða í næsta bílastæði? Nei ekki í þessu tilviki.
Eins og arfaslök myndgæðin bera með sér, er myndbandið eldgamalt. En gott er það. Gamalt og gott. Bílstjórinn er Belgi en sem betur fer ekki belgmikill. Í athugasemdum við myndbandið án texta kemur fram að sá gamli hafi verið 87 ára þarna en látist á nítugasta og þriðja aldursári. Hann ók víst þessari Fiat Pöndu alveg þangað til.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein