160 km hleðsla á 2 mínútum?
- Rafhlöður fyrir rafbíla sem bæta við 160 km drægni á 2 mínútum, væntanlegar fyrir árið 2032
- Rafhlöðuframleiðandinn StoreDot telur að á næstu tveimur árum verði komnar rafhlöður sem auka drægni um 100 mílur með fimm mínútna hleðslu
Rafhlöðuframleiðandinn StoreDot hefur opinberað djarfar áætlanir um að framleiða rafhlöður sem geta tekið við hleðsluhraða langt umfram það sem er í boði í dag.
Sem hluti af 10 ára áætlun ætlar ísraelski tækniframleiðandinn að þróa nýja gerð rafhlöðu sem fyrirtækið fullyrðir að geti fengið næga hleðslu fyrir 160 km akstursdrægni á um tveimur mínútum.
Það er lagt til að þessi svokallaða „ofurhraða“ hleðslutækni verði viðskiptalega hagkvæm fyrir fjöldaframleiðslu á þeim tíma líka og verður því einnig frumsýnd árið 2032.
Þegar framleiðendur berjast í harðvítugri baráttunni um að kynna nýja rafhlöðutækni, mun StoreDot vona að þetta setji þá sem þróunaraðila í fremstu röð í rafbyltingunni.
Byggir ekki á núverandi tækni
Til að auðvelda þennan ótrúlega hleðsluhraða segir StoreDot að rafhlöðurnar muni ekki nota litíumjóna efnafræði sem er notuð í flestum raf- og tvinnbílum sem nú eru á markaði.
Eins og er eru litíumjónarafhlöður hagkvæmari og auðveldara að framleiða í meira magni en dýrari lausnir eins og „solid-state“ tækni, þó þær geti ekki haldið eins miklu rafmagni og svipað stór solid-state rafhlöðupakki getur.
Þó að lokamarkmiðið fyrir 10 ára áætlun StoreDot sé hönnun á rafhlöðusellum sem gefa 160 km akstursvegalengd eftir tveggja mínútna áfyllingu, stefnir tæknifyrirtækið að því að koma hraðhleðslu rafhlöðutækni á markað fyrr en það.
Fyrirtækið leggur áherslu á að það sé „á réttri leið“ með að setja í fjöldaframleiðslu árið 2024 svokallaða „ofurhraðhleðslu“ hönnun á litíumjónarafhlöðu sem getur tekið við allt að 160 km hleðslu á fimm mínútum. Það stefnir einnig að því að kynna „solid-state“ hönnun (sem er komin á framleiðslustig) sem krefst aðeins þriggja mínútna hleðslu fyrir 160 km aksturssvið.
Þegar komið í prófanir
StoreDot heldur því fram að „100in5“ rafhlöðutækni þeirra sem hleður mjög hratt sé nú í prófun „í fjölda bíla“, þó að fyrirtækið hafi ekki gengið eins langt og að segja hvaða bílafyrirtæki eru að prófa tæknina.
Fyrirtækið er ekki eitt um að sjá möguleika þess að koma á markað rafhlöðum með meiri orkuþéttleika og hraðari hleðslutíma.
Honda er nú þegar að prófa þróunarbíla með „solid-state“ rafhlöðupökkum, á undan fyrirhugaðri frumsýningu á framleiðslubíl fyrir árið 2030, og bandaríska sprotafyrirtækið Fisker hefur sagt að það gæti sett rafbíl með „solid-state“ rafhlöðum á markað strax árið 2023.
(fréttir á vef Auto Express og StoreDot)
Umræður um þessa grein