Framleiðslu Citroen C1 hætt
Citroen tilkynnir um endalokin á vinsælu C1 gerð sinni áður en nýr Ami kemur
Við sögðum í morgun frá því að BMW sé að hætta með litla rafbílinn i3 og núna er röðin komin að því að greina frá því að Citroen C1 hættir.
Citroen hefur staðfest að C1 sé nú að hætta í framleiðslu og bindur þannig enda á þátttöku vörumerkisins í litlum, bensínknúnum borgarbílum.
Samkvæmt Citroen seldi C1 meira en 1,2 milljónir bíla í framleiðsluferli sem náði frá árinu 2005 til 2022. Bíllinn kom fram í tveimur kynslóðum og báðar voru smíðaðar í Tékklandi á sömu framleiðslulínu og Peugeot 108 og Toyota Aygo systurbílar C1.
Toyota hefur síðan tekið yfir Kolin verksmiðjuna þar sem PSA-Toyota samreksturinn smíðaði þetta „borgarbílatríó“ og hefur opinberað arftaka sinn á Aygo: Sportjepplinginn (Crossover) Aygo X.
Citroen og Peugeot hafa ekki staðfest áætlanir um nýjan bensínknúinn smábíl í A-hluta, en Citroen er að setja á markað smábílinn Ami, rafknúið fjórhjól sem mun taka við sem minnsta og hagkvæmasta gerð vörumerkisins.
Umræður um þessa grein