Ford sýnir gamlar teikningar af hönnun GT40
- Keppnisbíll Ford sem sigraði Ferrari á sínum tíma þróaðist út frá þessari hönnun
Það er stundum bæði gaman og gott að róta í gömlum hirslum, því kappakstursbíladeild Ford hefur grafið upp gamlar teikningar af upprunalega GT40 keppnisbílnum, teiknaðar fyrir 57 árum. Hönnunin leiddi til bílsins sem sigraði Ferrari við Le Mans og sigraði fyrst í heildina í sólarhringskappakstrinum fjórum sinnum í röð, frá 1966 til 1969.
Teikningarnar fundust af skjalavörðum sem hafa verið að skoða filmur. Þrjár þeirra sýna fyrstu hugmyndinar um ytri hönnun GT40; sú fjórða er úrklippt sem sýnir hluti af ramma og fjöðrun íhluta GT40.
Útlitsteikningarnar sýna mikil áhrif frá framúrstefnulegri hönnun bíla um 1960. Hönnunin er mjög slétt og ef grannt er skoðað svolítið ítölsk. Framendinn sýnir form sportbíla með miðjuvél á sjöunda og áttunda áratugnum.
Í útliti líkist teikningin næstum því orrustuþotu, með augljósum tengingum við nútímakenningar um loftaflfræði. Nefið lítur næstum því út eins og fremsta brún flugvængs, og sú lögun er endurtekin í afturhlutanum.
Þessi hliðarsvipur birtist líka í myndinni af leirlíkaninu, sem Ford deildi líka í sömu Twitter færslunni.
Að mati Autoblog sem birti teikningarnar er mest heillandi teikningin sem sýnir fjöðrun GT40 að framan og aftan, vél, rafgeymi og jafnvel varadekk. Þessi síðastnefndu tvö atriði eru sýnd í framenda GT40, langt í burtu frá drifrásinni til að ná betra jafnvægi.
Skjalaverðir Ford hafa deilt öðrum gimsteinum frá sama tímabili undanfarið, þar á meðal fyrstu teikningunum af því sem mundi verða Mustang eftir hönnuðinn Gale Halderman, sem lést í lok apríl.
Umræður um þessa grein