Samkvæmt frétt á vef Teknikens Värld í Svíþjóð átti rafbíll Ford, Mustang Mach-E, í miklum vandræðum í akstursprófi Teknikens Värld, einnig þekkt sem „elgsprófið“. Bíllinn náði varla 68 km/klst. gegnum prófsvæðið en hann þarf að ná 72 km/klst. til að standast prófið, sem merkir þá að bíllinn – ólíkt keppinautum – fellur á prófinu.
Í prófun Teknikens Värld, þar sem rafbílarnir Ford Mustang Mach-E, Hyundai Ioniq 5, Skoda Enyaq iV og Tesla Model Y eru bornir saman, stóð einn bílanna sig ekki sem skyldi hvað öryggi varðar. Mustang Mach-E stóð sig ekki þegar kom að því að víkja hjá hindrunum.
Það sem hafði áhrif
„Vegna þess að hann [Mach-E] er of mjúkur þegar horft er til undirvagnsins og of hægur í stýri, þá er mjög erfitt að koma Mustang Mach-E í gegnum elgsprófsbrautina jafnvel á lágum hraða. Þegar hraði bílsins er 65 km/klst. er hann kemur inn á prófsvæðið (40,5 mph), sjáum við að undirvagninn og fleira á í erfiðleikum og að skrikvarnarbúnaðurinn virkar ekki sem skyldi. Mustang Mach-E fer í gegnum elgspróf á 65 km/klst, og einnig – með erfiðleikum – á 68 km/klst.“ segir í fréttinni.
„Á 70 km hraða fer bíllinn til hliðar og kastar afturendanum út á mjög ótryggan hátt. Hann keyrir á keilurnar en þær eiga að marka brún vegarins. Á 72 km/klst getur Mustang Mach-E ekki haldið sig á veginum og fer út af.
Svöruninni í akstri er greinilega ábótavant og því ekki samþykkt. Bæði Hyundai Ioniq 5 og Skoda Enyaq standast sömu elgsprófin með 72 km hraða og Tesla Model Y fer mjúklega í gegnum prófið á 75 km/klst.
Ford er með hæstu leyfilega hámarksþyngd en munurinn er aðeins 22 kg miðað við Skoda Enyaq og það er því ekki skýring á slæmri útkomu,“ sagði í fréttinni en enska þýðingu hennar má lesa hér.
Gerð bílsins sem var prófuð er Ford Mustang Mach-E AWD Long Range, búinn OEM dekkjum af stærðinni 225/55 R19.
Meðfylgjandi er myndband sem sýnir Mustang í „elgsprófinu“:
Umræður um þessa grein