- Ford hefur kynnt nýjasta keppnisbíl sinn, Mustang GT4, sem er byggður á 2024 Mustang Dark Horse.
Ford Mustang GT4 var frumsýndur á „24 Hours of Spa“ í Belgíu, þar sem keppnisbíllinn er fyrir neðan GT3 sem mun keppa í Le Mans á næsta ári.
Á heimasíðu Ford Media Center má lesa eftirfarandi:
- Ford Mustang heldur formlega áfram hlutverki sínu í SRO GT4 flokki með nýjum Mustang Dark Horse keppnisbíl sem ætlað er að keppa á heimsvísu árið 2024, annar Mustang keppnisbíllinn eftir nýlega kynntann Mustang GT3
- Troy Lee Designs heldur áfram sambandi við Ford Performance í þriðja sinn í röð af einstöku útliti bílsins
- Mustang GT4 er smíðaður í samstarfi við Multimatic og er með V8 vél sem byggir á Coyote sem er þróuð að fullu innanhúss af Ford Performance
- Með Mustang GT4 frumsýningunni stendur Ford við loforð um að útvega Mustang kappakstursbíl fyrir hvers kyns kappakstursmenn um allan heim, allt frá grasrótaráhugamönnum til atvinnukeppnisliðs.
Torque Report-vefurinn var líka að fjalla um þennan nýja keppnisbíl frá Ford:
„Mustang GT4 er lykilþáttur í aksturssportlínunni okkar. Staðsetningin á milli Mustang GT3 og Mustang Dark Horse R, sem bráðum verður kynntur, heldur vörumerkinu í samkeppni á öllum stigum frammistöðu á brautinni og er mikilvægur hluti af kappakstursáætlun viðskiptavina okkar.
Með þessari nýju útgáfu, byggða á nýju Dark Horse gerð sjöundu kynslóðarinnar, höfum við aukið leikinn og erum tilbúin að skora á heilan heim keppenda,“ sagði Mark Rushbrook, alþjóðlegur framkvæmdastjóri Ford Performance Motorsports.
Mustang GT4 verður smíðaður af Multimatic og að utan fær hann bjart útlit sem er lagað að útfærslum Troy Lee Designs fyrir Mustang GT3 og SuperVan 4.2.
Mustang GT4 kappakstursbíllinn er einnig með Multimatic DSSV dempara, Holinger „dog-ring“ gírkassa, spaðaskiptir með loftvirkni, náttúrulegum trefjum í yfirbyggingu og einstakan loftflæðipakka. Bíllinn mun keppa á heimsvísu árið 2024.
Umræður um þessa grein