Ford mun seinka markaðssetningu á Bronco, nýjum F-150 og Mach-E um tvo mánuði
Við höfum verið að bíða þess að Ford komi með nýja Bronco og nýjan F-150 á markað en nú virðist verða seinkun á því um hið minnsta tvo mánuði ef ekki meira vegna kórónaveirunnar að því er fram kemur á bílavefnum Jalopnik.
FoMoCo hóf almanaksárið 2020 með metnaðarfulla frumsýningaráætlun, með nýjan F-150 á leiðinni ásamt Bronco, sem margir bíða spenntir eftir og rafbílinn/sportjeppann Mustang Mach-E. Allir þessir bílar áttu að koma á markað á árinu en þá kom upp heimsfaraldur og setti allt upp í loft!.
Öllum þessum þremur mikilvægu nýju gerðum hefur verið ýtt til baka vegna covid-19 lokana. Ford reiknar með að hverri nýrri markaðssetningu viðkomandi bíls verði ýtt aftur um svipað leyti og verksmiðjurnar hafa verið lokaðar og ekki smíðað bíla. Áætlun Ford var að hefja framleiðslu á nýjan leik í Norður-Ameríku mánudaginn 18. maí og þar með myndi þessu seinka um tvo mánuði.
Ford var með mikið á fyrsta ársfjórðungi og hefur þegar spáð enn verri afkomu á öðrum ársfjórðuning með allt að fimm milljarða dollara rekstrartapi. Fyrritækið þarf síðan að komast aftur á réttan kjöl og láta verksmiðjur sínar til að dæla út bílum eins fljótt og auðið er. Með því að bæta við þessum tveimur mánuðum í tímalínuna fyrir nýja markaðssetningu bílanna þýðir að Mach-E og nýr F-150 ættu enn að komast á markað á seinni hluta ársins 2020, hugsanlega samtímis nýja Bronco Sport. Markaðsetningu á nýjum Bronco í fullri stærð verður hins vegar seinkað frá 2020 yfir í fyrsta hluta ársins 2021.
„Við ætlum ekki að vera með frekari tafir á þessum markaðssetningum umfram áhrif Covid-19 með það í huga að spara peninga“, sagði Hau Thai-Tang, yfirmaður vöruþróunar og sölu hjá Ford, á föstudag við greiningaraðila á ráðstefnu Bank of America. „Í ljósi þess að erfitt er að vinna í samsetningarverksmiðjunum í ljósi takmarkana á staðnum mun það hafa áhrif á tímasetningu áætlunarinnar, hvað varðar markaðssetningarnar. En við reiknum með að tafir á markaðssetningu séu í réttu hlutfalli við tímalengd lokunar tímabilsins. “
Umræður um þessa grein