Ford F-150 Lightning jafnvel betri en áður var haldið
Hestöfl og aukning í burðargetu rafbílsins frá fyrri áætlunum
Aðalmál Ford með F-150 Lightning hingað til virðist vera „lofa minna – afhenda meira“ („Under-promise, over-deliver“). Fyrst komu áætlanir bílaframleiðandans varðandi drægni á rafhlöðum bæði fyrir staðalgerð og langdrægari sem voru mörgum kílómetrum frá opinberum einkunnum sem umhverfisverndarstofnunin gefur.
Nú, innan við viku eftir að fyrirtækið setti upp stóra sýningu fyrir upphaf framleiðslu á Lightning, hefur Ford birt örlítið meira af upplýsingum um Lightnings sem mun ná til eigenda á þessu ári. Í fyrsta lagi hækka afkastatölur fyrir báðar aflrásirnar.
Hefðbundin 98 kWst rafhlaða fer úr því að vera 426 hestöfl í 452 hestöfl. Stærri 131 kWst rafhlaðan fer úr því að vera 563 hö í 580 hö. Báðir haldast stöðugir við 1050 Nm tog.
Framleiðslan komin í gang
Ford hóf formlega fulla framleiðslu á F-150 Lightning rafmagns pallbílnum í Rouge Electric Vehicle Center í síðustu viku.
Fyrirtækið ber mikilvægi augnabliksins saman við kynningu á Ford Model T.
Ford safnaði fljótt 200.000 pöntunum fyrir rafdrifna pallbílinn og áttaði sig á því að eftirspurnin var mun meiri en áætlað var.
Fyrirtækið jók framleiðsluáætlun sína fljótt og ætlar nú að auka framleiðsluhraða upp í 150.000 einingar á ári fyrir lok næsta árs.
Forstjóri Ford, Bill Ford, kallaði upphaf framleiðslu rafmagns pallbílsins „Model T augnablik“:
„Í dag fögnum við Model T augnablikinu fyrir 21. öldina í Rouge Electric Vehicle Center. Í Rouge er þar sem Ford fullkomnaði færibandið, sem gerði það að viðeigandi bakgrunni þegar við erum að búa til söguna aftur. Hin mikla eftirvænting fyrir F-150 Lightning er til sóma fyrir vinnu tæknimanna og hönnuða okkar, og félag í samtökum verkamanna í bílaiðnaðinum sem eru að smíða þessa bíla með stolti“.
Ford sagði að uppfærðar tölur væru toppar mótorsins, sem birtast með hámarksafli rafhlöðunnar. Fyrir alla sem fylgjast með samkeppni annarra pallbíla bílaframleiðandans, þá fer venjuleg rafhlaða fram úr F-150 Raptor varðandi afl og vinnur með 452 til 450 stigum.
Þangað til Raptor R birtist er rafmagnið konungur í Dearborn.
Það er of seint fyrir hvern sem er að fá sér Ford F-150 Lightning árgerð 2022, framleiðsla í öllum útgáfum er þegar uppseld.
Vefur Autoblog gerir ráð fyrir fleiri góðum hlutum í 2023 módelinu, framkvæmdastjóri tæknideildar pallbílsins sagði: „Við vorum alvarlega að einbeita okkur að því að hækka staðalinn á þessum pallbíl, þar á meðal eftir að við opinberuðum hann, svo við getum afhent meira til viðskiptavina okkar … Og sókn okkar á þessu sviði fyrir stöðugar umbætur munu fá mikla aukningu þegar við förum að fá viðbrögð og hugmyndir frá viðskiptavinum þegar þeir fá Lightning-bílana sína“.
Möguleikinn á að taka þátt í hasarnum fyrir 2023 árgerðina ætti að opnast eftir nokkra mánuði.
Umræður um þessa grein