Líklegir líkbílar
Ég rakst fyrir skömmu á Youtube myndband frá árlegri bílasýningu Professional Car Society en þeir halda alþjóðlega bílasýningu einu sinni á ári.
Að sjálfsögðu eru þetta Bandaríkjamenn og kalla sýninguna alþjóðlega því um er að ræða öll Bandaríkin.
Extra langir fyrir Japani
Reyndar var einn extra langur líkbíll sem kom þarna fyrir sjónir en það var Cadillac sem fluttur hafði verið út til Japan, sérpantaður með það fyrir augum að fjölskyldan gæti setið í bílnum með kistunni síðasta spölinn.
Samtök þessi eru sem sagt mönnuð aðilum sem eiga bíla sem hafa þjónað sem límósínur, sjúkra- eða líkbílar.
Kaddar, sjúkrabílar
Þeir sem eru fæddir um og upp úr 1980 vita kannski ekki allir að árið 1979 er síðasta árið sem framleiddur er Cadillac sjúkrabíll svo eitthvað sé nefnt. Skemmst er að minnast greinar sem við birtum á Bílablogg hér fyrir skömmum hinn umdeilda Hjartabíl sem var í raun bara fólksbíll sem málaður var í sjúkrabílalitum og settar í hann ýmsar græjur.
Allavega datt mér í hug að lesendum gæti þótt gaman að sjá þessa bíla og lesa ef til vill brot um það sem um þá er sagt í Youtube myndbandinu sem hægt er að skoða í lok greinar.
Byggt á gömlum grunni
Það eru aðallega nokkur fyrirtæki sem standa í breytingum á bílum til líkflutninga. Bílarnir sem um ræðir eru bara venjulegir stallbakar eða skutbílar sem keyptir eru beint frá verksmiðju og þeim breytt í líkbíl – og áður í sjúkrabíla líka.
Þarna sjást afar sjaldgæfir bílar eins og Studebaker löggubíll, Pontiac sjúkrabílar og margar gerðir af Köddum.
Fyrirtækin sem standa í þessum bílasmíðum í dag eru Specialty hearse sem starfað hafa frá árinu 1929 og Superior Coach frá árinu 1923. Bílar frá aðilum eins og Eureka og Flxible eru aðilar sem þóttu gera flotta bíla með flottum og vönduðum innréttingum.
Eureka hóf að smíða líkvagna um 1871 og alveg til 1989 var fyrirtækið rekið í Toronto í Kanada.
Vandaðir gripir
Líkbílasmíði kanans er hin vandaðasta. Innréttingar eru flottar og ekkert til sparað. Til dæmis voru settar hurðir á Cadillac á sjötta áratugnum sem opnast á móti hvor annarri á hlið bílsins og hægt að stilla hæð bílsins hægra megin með vökvalyftu.
Stóra spurningin er hins vegar sú, hvernig verið hafi að vinna á þessum lágu og löngu Cadillac sjúkrabílum. Í myndbandinu má sjá hvar öskubakki er við hendina fyrir sjúklinginn til að slaka á, á leið á sjúkrahúsið (ef hann er með meðvitund).
Við látum myndirnar tala:
Byggt á ýmsum greinum og myndir fengnar að láni héðan og þaðan.
Umræður um þessa grein