Já, svei mér þá! Ég held það bara. Sturlaða kittið fyrir Dacia Duster sem við fjölluðum um sl. haust er enn geggjað, en hvað með þetta? Já, hvað finnst ykkur? Sprengir þetta skalann?
Litla „krúttið“ Honda e er mjög skemmtilega hannaður rafbíll. Nú er að verða til „wide body kit“ á þann litla og hann verður bara algjörlega sultusvalur og eiginlega svo flottur að hann myndi eflaust urra ef hann væri ekki rafbíll.
Að kittinu standa Innovate Composites (engin vefsíða, bara Instagram) og Hugo Silva Designs sem er jú með vefsíðu og Instagram en þetta virðist eitthvað alveg spes verkefni og á Instagram segir að þetta sé ekki hugsað til fjöldaframleiðslu. Þá er ekki að furða að ekkert verð sé að finna.
Af myndunum að dæma eru kittin ekki alveg tilbúin en mikið svakalega lofar þetta góðu! Að mati undirritaðrar í það minnsta. Minnir mig á einhvern hátt bæði á Renault 5 Turbo og VW Golf Mk2. Kannski myndi „afkvæmi“ þeirra líkjast þessum?
Fleiri „Body Kit“ greinar sem þótt hafa hressandi:
Sturlað flott „Body Kit“ fyrir Dacia Duster
„Body Kit“ fyrir Land Cruiser 300
Grjótmögnuð „Body Kit“ fyrir Jimny
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein