„Það er ofboðslega erfitt að aka þessum bíl… Án þessa að hrífast af honum,“ segir bílablaðamaðurinn og fyrrum kappakstursbílstjórinn Steve Sutcliffe í meðfylgjandi myndbandi.
Hann reynsluók Chevrolet Corvette (Corvettu, segi ég og skrifa) Stingray Convertible á hraðbraut einhvers staðar í Þýskalandi fyrir skemmstu.
Bíllinn er 475 hestöfl, með 6.2 l V8 vél og hljóðið í bílnum er… Já, ég hvet alla sem tök hafa á til að hækka vel í spilaranum því þetta er sko fallegt.

Corvetta þessi er 3.5 sekúndur frá 0 upp í 100 km/klst og hámarkshraðinn 184 mph (um 300 km/klst) er gefinn upp. Auðvitað þarf maðurinn að ganga úr skugga um hvort það sé rétt og finnur beinan og fínan kafla á hraðbrautinni og fer „flat out“.
Hljóðið er best á mínútu 8:42 í myndbandinu því þar hefjast raunverulegir tónleikar akstursunnenda.
Umræður um þessa grein