Fjölbreyttar Lödur
Lada voru einu sinni hörkubílar. Hvernig þeir eru í dag veit maður ekki en þeir eru ennþá framleiddir og seldir til ýmissa landa.
Ladan var nokkuð vinsæll bíll hér á landi um árabil. Hann er byggður á Fiat 124 sem upphaflega var ítalskur lúxusbíll. Sá var valinn bíll ársins árið 1967.
Suðrænn fjölskyldubíll og harður vinnuþjarkur
Ladan kom til vegna samstarfs Fiat og Sovétstjórnarinnar á kaldastríðsárunum.
Sovétmenn hófu framleiðslu á Lödunni upp úr 1970 og var þá búið að styrkja bílinn og gera þannig úr garði að hann þyldi holótta og slæma vegi Sovétríkjanna.
Þá hét kagginn VAZ-2107 – og geri menn svo grín að nafngiftum nútímans.
Seldist í skipsförmum
Bifreiðar og landbúnaðarvélar höfðu umboð fyrir Lödu en í auglýsingu frá 1984 segir: „Lada bílar hafa sannað kosti sína hér á landi sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti – og ekki síst fyrir hátt endursöluverð.“
Svo er það þetta með endursöluverðið en Lada seldist ekki bara á bílasölum landsins heldur á ansi mörgum bryggjusporðum en þá keyptu fátækir Rússar eins og þeir hefðu himin höndum tekið.
Þeir sem keyptu Lödu voru einfaldlega þeir sem vildu bíl sem entist og spáðu síður í útlitið.
Þessi greinarskrif komu nú reyndar til vegna mynda sem undirritaður rakst á við leit að bílum á vefnum. Við stelumst til að sýna ykkur þær hér fyrir neðan.
Umræður um þessa grein