Fjallaskarðið Stelvio er hárrétti kokteillinn fyrir Ísland

TEGUND: Alfa Romeo Stelvio

Árgerð: 2018

Orkugjafi:

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Fjallaskarðið Stelvio er hárrétti kokteillinn fyrir Ísland

Bíllinn fékk bensíngerð bílsins til prófunar, tveggja lítra 280 hestafla vél.

Það er ef til vill til marks um ágæta stöðu í efnahag þjóðarinnar að á stuttu tímabili hafi verið kynntir til sögunnar tveir nýir framleiðendur í bílaflóru landsins, Jagúar og núna síðast Alfa Romeo sem hefur verið hér í mýflugumynd síðan tegundin seldist vel skömmu fyrir aldamót.

Bílhneigt fólk fagnar auðvitað fjölbreytileikanum en sennilegt er að alþjóð líti í hefðbundnar áttir til asíubílanna sem þarfasta þjónsins. En fyrir okkur hin, sem viljum eitthvað meira spennandi, ætti koma Alfa Romeo til Íslands að kalla á kampavínsskál… eða ef til vill ekki. Kampavínið á nefnilega ekki séns í fjörið sem Alfa Romeo býður upp á og það í bíl sem ætti að mæta vel þörfum landans – hinum fjórhjóladrifna og afar rúmgóða Stelvio.

En kynnumst þessum bíl aðeins nánar. Bíllinn fékk bensíngerð bílsins til prófunar, tveggja lítra 280 hestafla vél, frábært fjórhjóladrif með meirihluta afls á afturhjólin og þessa gullfallegu málmspaða bakvið stýrið til að skipta um gír. Alfa Romeo Stelvio er að öðru leyti ágætlega útbúinn, afar smekklegur að innan sem utan en ekki beinlínis fallegur… frekar væri við hæfi að segja að hann væri glæsilegur.

Ekki beinlínis fallegur… frekar væri við hæfi að segja að hann væri glæsilegur.

Öflugasta útgáfan heldur brautarmeti á Nordshcleife

Allt viðmót ökumanns er einfalt, ökumannsmiðað og hefðbundið – ekkert af ítalskri sérvisku til að rugla mann. Það er ekki laust við að maður sakni þess að leita að tökkunum fyrir rúðuupphalarana og fleira slíkt, en í Stelvio er allt á réttum stað. Það er heldur ekki skrítið. Alfa Romeo ætlar að sigra heiminn með Stelvio og hann þarf því að standast samkeppninni snúning.

Og það gerir hann svo sannarlega. Í Quadrifoglio útgáfunni, eða fjögurra laufa smáranum, á Stelvio hraðasta hring á Nordschleife í flokki sportjeppa (SUV). Það er engin smáræðis árangur enda þarf vanalega að losa krumlur Porsche sem halda kyrfilega utan um ýmis met á slaufunni svokölluðu þótt að í millitíðinni hafi Range Rover Sport SVR haldið metinu á undan Stelvio.

Það er hinsvegar ekki erfitt að ímynda sér að Quadrifoglio, sem reyndar er 503 hestöfl hafi komist hringinn um slaufuna 8 sekúndum hraðar en Range Rover Sport SVR, eða á 7 mínútum 51,7 sekúndum, því aksturseiginleikar sportjeppans Stelvio eiga miklu meira skilt við fólksbíl. T.d. er hámarkshraði Quadrifoglio útgáfunnar um 283 km/klst og þeir eru ekki margir sportjepparnir sem komast á þær slóðir. Stelvio loðir við malbikið eins og tjörublæðing á heitum sumardegi. Því er að undirvagni bílsins sem hann deilir með Alfa Romeo Guilia sem einnig er annálað akstursapparat. Þá er Stelvio um 200 kílóum léttari en t.d. Porsche Macan en þrátt fyrir það mun rúmbetri.

Stelvio er því að mörgu leyti fullkominn fyrir íslenskar aðstæður þar sem aksturseiginleikar og drifgeta skipa stóran sess. Fjallaskarðið sem Stelvio heitir eftir liggur í 2757 metra hæð á milli Ítalíu og Sviss. Þar geta veður verið válynd og akstursaðstæður slæmar. Alfa Romeo er á heimavelli við þær aðstæður og því líka á heimavelli á þjóðvegum og heiðum Íslands.

Allt viðmót ökumanns er einfalt, ökumannsmiðað og hefðbundið – ekkert af ítalskri sérvisku til að rugla mann.

Rúmgóður og þægilegur

Þegar það er líka skoðað að Stelvio er praktískur, mjög þægilegur og rúmgóður er ljóst að um afar góðann valkost er að ræða fyrir bílhneigða Íslendinga. Stelvio nær nefnilega að skera sér afmarkaða sneið af markaði sportjeppa því hann þykist í raun ekki vera það sem Íslendingar kalla í daglegu tali jepplingur. Stelvio er raunverulegur sportjeppi, með áherslu á sportið.

Þægindi Stelvio má ekki síst rekja til frábærrar fjöðrunar bílsins sem þrátt fyrir að vera hefðbundin sjálfsstæða gormafjöðrun er stíf án þess að verða höst. Bíllinn er því þægilegur á lélegum íslenskum vegum en afskaplega fótviss og hljóðlátur. Þetta skilar afslappandi andrúmslofti í akstri.

Stelvio er praktískur, mjög þægilegur og rúmgóður.
Stelvio er raunverulegur sportjeppi, með áherslu á sportið.

Fyrir þá sem velta fyrir sér hvernig svona bíll stenst samanburð við áreiðanlegustu asíubílana þá mun tíminn væntanlega leiða það í ljós. Framleiðslugæði Stelvio eru þó á háu stigi og það er staðfest af áreiðanleikakönnun What Car þar sem Guilia, systurbíll Stelvio, var í þriðja sæti yfir áreiðanlegustu bílana (á eftir Volvo V60 og Opel Insignia – hlekkur https://www.whatcar.com/news/2018-what-car-reliability-survey/n17810 ) og á topp tíu síðustu tvö ár í röð. Þá er Stelvio tiltölulega sparneytinn með bensínvélinni og var í blönduðum akstri með um 12,5 lítra á hundraðið þrátt fyrir að allir 280 hestarnir væru reglulega nýttir.

Ánægjan af því að fara gegn straumnum hefur því aldrei verið eins aðgengileg eins og núna. Blóðheitur, ítalskur „jepplingur“ með sportlega eiginleika sem hentar afar vel fyrir íslenskar aðstæður – það er bara ekkert að því!

?

?

Svipaðar greinar

Svipaðar greinar