Fimmtíu milljónir Mercedes-Benz
Mercedes Benz hefur framleitt fimmtíu milljónustu bifreiðina. Það er vitnisburður um það hversu lengi Mercedes hefur verið að framleiða bíla en fimmtíu milljónasta bifreiðin markar einnig upphaf framleiðslu nýrrar kynslóðar Mercedes-Maybah S-Class.
Þessi glæsilega útgáfa nýs Mercedes Maybach verður tvítóna; svartur með silfuráferð og miklu krómi.
Lúxusmerki
„Mercedes-Benz hefur ávallt verið samheiti yfir lúxus. Þess vegna er ég mjög stoltur af þessu sérstaka framleiðsluafmæli: Fimmtíu milljónir ökutækja eru veruleg tímamót í sögu fyrirtækisins og einstakt afrek hjá starfsfólki okkar,“ segir Jörg Burzer, meðlimur í stjórn framleiðsludeildar Mercedes-Benz AG. Ég vil þakka samstarfsfólki í verksmiðjum okkar um allan heim fyrir störf sín og árverkni. Það er þeirra sérþekking og ástríða sem gerir framleiðslu okkar að toppvöru og lætur óskir viðskiptavina okkar rætast um allan heim, dag eftir dag.
Mercedes-Benz og Smart
Því skal haldið til haga að framleiðsla Mercedes telur bæði til Mercedes-Benz og Smart vörumerkja fyrirtækisins en það eru bæði vörumerkin sem telja nú alls 50 milljónir framleiddra eininga.
Fimmtíu milljónasti bíllinn rann eftir færibandinu í nýrri verksmiðju sem kölluð er 56 en Mercedes sýndi þá verksmiðju þegar hinn nýi S-Class var kynntur seinnipart árs 2020. Bæði S-Class og EQS verða framleiddir í verksmiðju 56 en hinn fyrrnefndi rúllar nú þegar eftir framleiðslulínunni þar á bæ.
Kostar sitt
Mercedes hefur tilkynnt áður að Maybach S 580 færi í sölu um mitt ár 2021. Framleiðslan sem er að hefjast núna gefur byr undir báða vængi að það takist. Ekki er komið verð á gripinn en uppi eru sögusagnir um að byrjunarverðið verði í kringum 22 milljónir króna en svo má búast við að það verði enn hærra.
Samkvæmt upplýsingum frá Ágústi Hallvarðssyni sölustjóra Mercedes-Benz hjá Öskju eiga menn þar á bæ von á EQS lúxusbílnum í ágúst á þessu ári.
Byggt á grein autoblog.com
[Birist fyrst Ma+o
Umræður um þessa grein